Æskan - 01.05.1978, Blaðsíða 28
IH BJÖSSI BOLLA ER KOMINN AFTUR
29. Þessum ósköpum lauk með því, að þrír þeir
fyrstu voru'látnir standa uppi á þremur kössum og
þar voru þeim afhent verðlaunin. Bjössi fékk fyrstu
verðlaun!
30. „Jæja, ekki dugir mér aö slóra, ef ég á að ná í
buxurnar mínar fyrir kvöldið," hugsaði Bjössi og
þegar mestu fagnaðarlætin voru afstaðin tók hann á
mikinn sprett fram með brautarteinunum áleiðis inn
í skóginn. Hann hljóp eins og byssubrenndur og
hvarf brátt fyrir næsta leiti.
31. Eftir langan sprett kom hann loks auga á
buxurnar, þar sem þær héngu á trjágrein rétt við
brautarsporið. Hann varp öndinni iéttara og
hoppaði upp eftir buxunum. — „Þetta kalla ég nú
heppni,“ hugsaði Bjössi og settist á moldarbarð eitt,
til að hvílast eftir sprettinn.
32. Jú, ekki bar á öðru. Allt var enn á sínum stað,
peningarnir, farseðillinn og sitthvað fleira, sem vera
átti í vösunum á buxunum. En nú var bara verst hve
langt var að hlaupa sömu leið til baka. „En það
verður nú að hafa þaö,“ hugsaði Bjössi.