Æskan - 01.05.1978, Blaðsíða 32
APRILVEÐUR
ið vitið víst öll, að í aprílmánuði er
aldrei hægt að treysta veðrinu. Það er
að vísu sjaldan hægt að treysta því,
einkanlega hér á Suðurlandi, því að
þaö þarf engan apríl til þess, að
fernskonar veður sé sama daginn. Til
dæmis rigning að morgni, sólskin um
hádegið, moldrok um nónið og snjó-
gangur að kvöldi. — En aldrei er þetta
eins algengt og í apríl.
Þá er sólin stundum svo björt og
heit, að manni liggur við að halda að
sumarið sé komið, en svo kemur allt í
einu útsynnings él, svo að bylur (
bárujárninu á þakinu:
Stundum er kannski útsynnings
rigning þegar maður fer út, og þess
vegna hefur maður farið í regnkápuna
og sett á sig skóhlífarnar eða bomsur,
ef maður er svo heppinn að eiga slíkt
til. En það getur vel farið svo, að áður
en maður er kominn heim aftur sé
komið glaða sólskin, og þá mætir
maður kannski eintómu léttklæddu
fólki í sumarfötum, sem hefurfarið að
heiman síðar en maður sjálfur. Og þá
finnst manni leiðinlegt að vera svona
klæddur.
Jæja, þetta vitið þið nú öll svo vel,
að ég þarf ekkert að orölengja um
það. Og svo vitið þið annað um veðrið
íapríl, — að aldrei hættir manni frekar
við að fá kvef en þá, og allt kemur
þetta af veðrinu. — En nú ætla ég að
segja ykkur hvers vegna veðrið er
svona duttlungafullt í apríl.
Einu sinni fyrir mörgum, mörgum
árum, þegar alls staðar var krökkt af
jólasveinum, álfum, flugdrekum, úti-
legumönnum og alls konar þessháttar
lýð hérna á jörðinni, sat veðurmaður-
inn inni í baðstofu hjá sér og var að
hugsa um, hvernig hann ætti að haga
veðrinu í næstu hundrað þúsund ár.
Veðurmaðurinn var ákaflega vold-
ugur maður. Hann hafði fengið skip-
un um að búa til alls konar veður, sem
nota mætti hér á jörðinni, og af því að
hann var svo vitur, þá gat hann
smíðað sér ýmiss konar vélar, sem
gerðu ótal tegundir af veðri.
— Hérna hef ég stóran dunk fyrir
rigninguna, en ég verð að sjá um að
hann leki ekki, hugsaði hann með sér.
— Annars verður alltaf hellirigning á
jörðinni, alveg eins og dagana fyrir
Nóaflóðið. — En ef ég gæti vei að
krananum þá fær jörðin alveg hæfi-
legt regn — svo að grasið grói og
„Snorkel" er pípa sem menn nota
tll þess að ná tll s(n loftl þegar þelr
eru í kafl. Fílarnlr nota ranann á sór
sem loftpípu og liggja oft í kafl í
tjörnunum með endann á rananum
upp úr vatnsborðlnu tll þess að geta
náð í loft. Flelri dýr í Afríku nota sðmu
aðferðlna: að hafast vlð í kafl með
naslrnar elnar upp úr.
verði grænt og blómin þrífist. Og ekki
má gleyma rykinu á götunum 1
Reykjavík eða á söndunum. Hvernig
færi aumingja fólkið að, ef ekki kaerni
dropi úr lofti þar? Það mundi víst
kafna.
— En þú lætur víst ekki rigna mikið i
á veturna? spurði lítill álfur, sem kom
til veðurmannsins við og við.
— Vitanlega ekki. — Ég bjó mér
hérna til frystivél, og með henni gerJ
ég rigninguna að snjó. Og svo hef é9
hérna stóra dós af höglum handa úr-
synningnum, því aö hann gerir sig
ekki ánægðan með minna, svaraði
veðurmaðurinn og benti á frystinn.
Æ, hvað hann var kaldur. Það var
nærri því eins og maður brenndi sig a
fingurgómunum þegar snert var a
honum.
Ég hef hugsað mér, að best sé að
nota sem mest snjó í janúar o9
febrúar, og svo auðvitað talsverðan
slatta í desember, því að allir vilja hafa
hvít jól, sagði veðurmaðurinn. Og svo
blanda ég miklu af frosti saman við
snjóinn og læt svo pínulítið af sólskim
fylgja með, eftir efnum og ástæðum-
Ég verð að spara sólina yfir skamm-
degið, því að annars yrði ég upp1'
skroppa þegar sumarið kemur.
— Ætlarðu þá að láta sólina skína
allan sólarhringinn í sumar? spurði |
annar álfur.
— Já, norður á pól geri ég það, en
þarna norður á Melrakkasléttu fá Þeir
miðnætursól í nokkra daga. Ég verð
að spara hana. En allir fá jafnmör9
pund af sól á ári, hvar sem þeir eru —
það er að segja ef hún kemst til þeirra-
Þeir sem fá mest af rigningu og
skýjaþykkni, fá minni sól — af því að
skýin gleypa hana.
— Um páskana verð ég oftast að
lofa landsynningnum að leika ser