Æskan - 01.05.1978, Blaðsíða 37
~~ Heim til ríka mannsins, svaraði potturinn, og áður
en konan vissi, hvaðan á sig stóð veðrið, var hann
st°kkinn út.
Bóndakonan var að taka brauð úr ofninum á stór-
tylinu.
. ~~ En fallegur pottur, sagði konan, og hún lagði í hann
e,tt brauð, og annað, og það þriðja.
sagði potturinn: — Ég hoppa. Ég skoppa.
~~ Hvaö segirðu? sagði konan. — Hvert hopparðu?
~~ Heim til fátæklingsins, kallaði hann, og áfram hljóp
nann.
^átæka konan gladdist, og henni skildist, að þennan
p°b yrði hún að hugsa vel um og gæta vel.
^aginn eftir sagði hún: — Æ, ef ég ætti nú mjöl í graut!
~~ Ég hoppa, ég skoppa, heyrðist uppi á hillu.
~~ Hvert hopparðu? spurði konan.
Ut á akra ríka bóndans, og innan skamms stóð
svarti
Potturinn þar.
inn þreskingarmannanna sá hann og sagði: — En
le9ur pottur, og hann barmafyllti hann af mjöli. Það var
^ik*. að fátæki maðurinn átti mjöl í grautinn sinn allt
, ~~ Ég hoppa, ég skoppa, sagði potturinn, og bar mjölið
eirn til fátæklingsins.
~~ Skrúbbaðu mig og stilltu mér á hilluna, sagði pott-
^nn, og konan varð svo hrifin af að sjá hann aftur, að
,. n m3rgskúraði hann og þvoði. Næsta morgun fengu
®ki maðurinn og kona hans bæði brauð og graut í
Þýska vikublaðið „Neue Revy“ segist hafa það
eftir áreiðanlegum heimiidum að aftur sé fjölgunar
von hjá sænsku konungshjónunum í júní á þessu
ári. Blaðið segir ennfremur að þetta komi engum á
óvart því konungshjónin hafi lýst því yfir að þau
óski sér að eiga mörg börn og ekki sé ráðlegt að
bíða lengi með það því Silvia er 34 ára.
matinn, og konan sagði: — Við seljum mjölið fyrir leigunni.
En þá heyrðist af hillunni: — Ég hoppa, ég skoppa, og
andartaki seinna var potturinn á leiðinni heim til ríka
bóndans.
Ríki bóndinn stóð úti og taldi aurana sína, en þá birtist
potturinn allt í einu. Bóndinn setti peninga í pottinn, sem
sagði, þegar hann var fullur: — Ég hoppa, ég skoppa, og
áður en bóndinn vissi, hvað gekk á, var potturinn
stokkinn heim til fátæka mannsins. Þar ríkti vitanlega
glaumur og gleði. Peningarnir voru faldir og potturinn
þveginn.
Næsta dag hrópaði potturinn aftur: — Ég hoppa, ég
skoppa, og áður en konan vissi, hvaðan á sig stóð veðrið
var hann lagður af stað heim til ríka bóndans.
Ríki bóndinn var ekki kominn á fætur, þegar konan
hans kom stökkvandi inn og sagði: „Potturinn er kominn
aftur! Hann hefur hnuplað frá okkur brauði, mjöli og
peningum!
— Ég ætla að brjóta þennan andstyggðar pott, sagöi
bóndinn. Hann settist jafnbreiður og sver og hann var
upp í pottinn.
— Ég hoppa, ég skoppa, sagöi potturinn.
— Hoppaðu þá yfir stokka og steina! kallaði bóndinn,
en það hefði hann ekki átt að segja, því að potturinn hljóp
yfir stokka og steina.
Bóndinn hljóðaði og grét, og náttskyrtan flögraði um
leggina, en potturinn hvarf með ríka bóndann og hefur
ekki sést upp frá því.