Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1978, Qupperneq 4

Æskan - 01.10.1978, Qupperneq 4
Þar með var þó ekki öllu lokið fyrir meistaranum, því að rétt þegar fyrsta óperan hans hafði verið tekin til flutnings og fyrstu verulegu fjárhæðirnar komu í hendur honum, dó konan hans, Margrét, hún hafði ekki þolað áhyggjurnar og sorgirnar. Verdi stóð aleinn eftir með samning upp á vasann, sem skuldbatt hann til að semja gamanóperu innan árs. Hann stóð við samninginn, en svo dautt var yfir þessu verki hans, að það var hrópað niður á frumsýningu og Verdi hét því heitt og innilega, að aldrei skyldi hann semja tónverk framar. Eftir þetta hvarf Verdi vinum sínum um langan tíma, en loksins tókst vini hans við La Scala að troða upp á hann óperutexta og fékk hann til að lofa því að semja við hann tónlist, úr því varð óperan Nabucco. Á þessum árum átti (talía í stríði við Austurríkismenn, sem höfðu hernumið mestalla Italíu, óperan Nabucco og fleiri óperur, sem Verdi samdi á árunum á eftir urðu ítöl- um mikil þjóðernisleg hvatning og Verdi fékk viðurnefnið „tónskáld byltingarinnar". Þrátt fyrir þá hylli, sem Verdi naut meðal fólksins var hann alltaf einmana, og aðeins ein kona var honum nokkurs virði, það var aðalsópransöngkona óperunnar í Mílanó, Giuseppina Strepponi. Verdi samdi Rlgoletto á fjörutíu dögum, og þeir dag- ar nægðu til þess að velta af honum öllum peninga- áhyggjum og veittu honum ótakmarkaða frægð. Tveimur árum síðar samdi hann II Trovatore á 29 dögum, og áður en hann var frumsýndur var hann þegar byrjaður á La Traviata. Eftir frumsýninguna á La Traviata flutti Verdi frá Mílanó og keypti sér jörð í heimasveit sinni og þar settist hann að ásamt konu sinni, Giuseppinu Strepponi, söngkonunni frægu, sem hafði stutt hann með ráðum og dáð öll hin erfiðu ár; þar gerðist hann stórbóndi og var stoltari y 1 því, sem honum tókst að áorka þar en öllum heiðúfS merkjunum, sem kóngar og keisarar höfðu látið rigna y hann. Þegar Súezskurðurinn var opnaður var Verdi beði að skrifa óperu til sýningar á vígsluhátíðinni, þá var þ að hann skrifaði Aidu, eina dásamlegustu óperu a|lra tíma' ur Þegar hér var komið sögu hafði Verdi skrifað 25 ópe og flestir héldu, að óperusmíði hans væri lokið, en a 1887 var frumsýnd ein ópera Verdis í viðbót, Othell°' 0 , við það tækifæri stóö ný stjarna með taktstokkinn^ höndunum, Arturo Toscanini, sem síðar átti eftir leggja heiminn að fótum sér, engu síður en Verdi ha Úperan Othello er af mörgum talin stórbrotnast3 ópera, sem nokkurn tíma hefur verið skrifuð, flestir to ^ að Verdi hefði nú örugglega lokið ævistarfi sínu, þegar hann var áttræður, var frumsýnd ópera h Falstaff, og yfir henni var slíkur blær léttleika og að allir undruðust. Að leiðarlokum Þegar Giuseppina, kona Verdis dó, brást að l° ^ lífsþróttur þessa aldna snillings, og að morgni ÞesS janúar 1901 vaknaði hann ekki af nætursvefni. Um land allt var almenn sorg og La Scala óperuhu , fræga, sem hafði flutt flestar óperur hans, var lok ^ mánaðartíma. Að ósk Verdis sjálfs fór greftrunintrarT1 ^ viðhafnar og án tónlistar, en önnur eins líkfylgd og 9 með honum síðasta spölinn til grafar hefur sjaldan s og þúsundirnar táruðust, þegar 900 manna kór u stjórn Toscaninis hóf að syngja sálm eftir Verdi- Þannig kvaddi ítalska þjóðin þennan ástmög sinn- Mynd til vinstri: Konur af Sakalava ættbálkinum Vestur-Madagaskar) skipta hári sínu eftir mlðju höfði oQ greiða það eins og myndin sýnir. — Mynd neðst í mlðiu- Hversu margar af hinum 40 tegundum sporðdreka, sem þekktar eru, geta gefið frá sér bráðdrepandi eitur? " Tvær. — Mynd efst til hægri: Áður en laxinn hrygnir vex neðri skolturinn á hængnum upp í krók, en þetta hverfur aftur eftir hrygningu. — Mynd neðst til hægri: Maura- drottningin elur upp sér minnl maura, sem hún l®lur þjóna sér.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.