Æskan - 01.10.1978, Page 26
óttist
ekki bamasjúkdóma
Það er ástæðulaust að halda börnum í
rúminu, ef þau eru hitalaus — og háan
hita þola þau betur en þeir fullorðnu.
— Hvenær á ég aö senda barnið í skólann? Það er
lasið, segir áhyggjufull móðir. Hún óttast ekki aðeins um
sitt barn, heldur og um, að það kunni að smita félaga
sína.
Um það síðarnefnda á hún ekki að hugsa, því að
líkaminn hefur vörn gegn sjúkdómum, og „varnarmenn-
irnir“ hafa gott af æfingunni, sem rétt er að venja þá við í
bernsku.
Penisillín hefur bjargað mörgum mannslífum, en er nú
að verða hreinasta vandamál. Ástæðurnar eru margar,
en ein er sú, að það hefur hjálpað til að útrýma ýmsum
barnasjúkdómum.
Á meðgöngutímanum — frá því að maður sýkist, uns
veikin brýst út — þróar líkaminn sérstakt vopn gegn
sýklinum.
Áfallið kemur um leið og vopnið er fullþróað — Þa
verðum við veik og erum það, uns fullur sigur er unninn
Oft heldur líkaminn vörninni ævilangt og getur ekki
fengið sjúkdóminn aftur.
Sama er hægt að gera með bólusetningu. Bólusetning
er gerð með dauðum eða veiktum sýklum, sem fá líkam-
ann til að verjast, en gefa nær ekki eða alls ekki sjúk-
dómseinkennin.
LEGGJAST ÞYNGRA
ÁFULLORÐNA
Auðvitað eru barnasjúkdómar ekki kallaðir barnasjúk-
dómar af því, að fullorðnir fái þá ekki — heldur vegna
þess, að þeir hafa yfirleitt fengið þá sem börn og 9eta
sjaldnast fengið þá aftur.
Barnasjúkdómar leggjast yfirleitt mun þyngra á ful1'
orðna en börn, svo að það er best að fá þá ungur.
Því er ekki ráðlegt að halda barni frá skóla eða barna
heimili af þeim sökum, en rétt er þó að fara ekki með börn
með mislinga á vöggustofur.
Börn innan við tveggja ára fá oft aukaverkanir me
mislingum, og eru því oft bólusett gegn þeim, ef urTI
faraldur er að ræða.
Því eru mæður raunverulega aðeins að gera hinurn
börnunum (og mæðrunum) greiða með því að sen
börn sín í skóla og leikskóla, nema um hettusótt se a
ræða, því að það er hægt að fá hana oftar en einu sinm
BEINT í RÚMIÐ
MEÐ HÁAN HITA
Barnsins vegna á það að vera heima, ef það hefur hita’
eða ef það er svo lasið, að það vill liggja í rúminu.
Slíkt gerir heilbrigt barn ekki. Til þess er athafnaþrein
of rík. Hins vegar metur fólk hita oft rangt. Hitastig barn®
getur verið mjög mismunandi. Stundum hafa þau 36.4 a
morgni, en 37.6 að kvöldi, án þess að vera hið minn
veik.
O A