Æskan - 01.10.1978, Side 47
Útbreiðsla íkornans. Margs-
konar tegundir af ættflokki
íkorna er útbreiddur um
meginhluta jarðarinnar.
hávöxnum þurrum skógar-
gróðri og þar sem mikið er um
barrvið. Hans verður mis-
munandi mikið vart frá ári til
árs og hann ferðast oft í hóp-
um langar leiðir til þess að
finna sér lífvænlega dvalar-
staði. Þar byggja þeir sér hí-
byli, en meðan á því stendur
halda þeir til í yfirgefnum
kráku- eða ránfuglshreiðrum.
Hver íkorni virðist hafa a.m.k.
4 híbýli. Þeir bora holu inn í
trjástofninn sem þeir fóðra að
innan meö mosa og er svo
haganlega fyrir komið að ekki
rignir inn.
(korninn er skynsamt dýr
sem tekst meö miklum klók-
indum að komast undan ó-
vinum sínum sem nóg er af,
en sá hættulegasti er skógar-
mörðurinn þar sem hann er
jafn röskur að klifra eins og
íkorninn sjálfur. (korninn hef-
ur mjög næma tilfinningu fyrir
öllum fyrirbærum náttúrunn-
ar. Honum er ekki vel við of
sterkt sólskin og honum er
mjög illa við stormviðri, rign-
ingu og snjókomu. Ef einhver
þessara veðrabrigða ber að
fer íkorninn að ókyrrast og
tísta með háværum smell-
hljómum og hreiðrar sig inni í
holu, því að hann finnur á sér
veðurbreytinguna löngu áður
en hún kemur. Það getur
orðið mjög afdrifaríkt fyrir
íkornann ef haust kemur með
samfellt slæma veðráttu því
þá neytir hann vetrarforðans
og ef vetur verður svo harður
á hann á hættu að svelta til
bana.
Meðal hinna mörgu íkorna-
tegunda er rétt að geta sér-
staklega hins svonefnda
flug-íkorna, sem hefur það
sérkenni að á milli fram- og
afturfóta beggja megin á síð-
unum er himna eða húð. Með
því að breiða út þessa himnu
getur hann tekið mjög löng
stökk eða látið sig svífa niður
úr trjánum — en að sjálf-
sögðu getur hann þó ekki
flogið.
Innan ættflokka íkorna eru
ótal margar tegundir sem á
margan hátt eru ólíkar hver
annarri. Sem andstæða við
flug-íkornann eru ýmsar
gerðir af jarðar-íkorna. Þeir
lifa einkum í A.-Evrópu,
Siberíu og N.-Ameríku. Þeir
halda sig að mestu við jörð-
ina, en klifra aðeins í lág-
vöxnum skógargróðri.
HVAR LIFA DÝRIN?
Rostungurinn hefur á síðari
áratugum færst sífellt suður á
bóginn, en jafnframt farið
fækkandi. Hér eru merktar
þær sjávarstrendur þar sem
hans verður ennþá nokkuð
vart, en auk þess heldur hann
sig enn við heimsskauts-
svæðin.
Raddhljómur rostunganna
líkist ýmist hundsgelti eða
bauli nautgripa. Þar sem
rostungarnir halda sig helst
nærri sjávarströndum eða við
útjaðra ísbreiðanna, hefur
hávaðinn af öskrum þeirra
stundum orðiö til þess að að-
vara sæfarendur í dimmviðri
um, að hættur frá landi eða
ísreki væru ekki langt undan.
Rostungurinn er varla verr
gefinn en aðrar selategundir,
en hann er forvitinn og órag-
ur. Ef ráðist er á einhvern
einstakan kemur allur hópur-
inn honum til aðstoðar alveg
eins og móðirin ver unga sína
til hins ýtrasta. Það er mjög
sjaldgæft að tekist hafi að
flytja rostunga lifandi til
Evrópu.
Rottur og mýs
Rottur og mýs eru
nákomnir ættingjar og eiga
það sameiginlegt, meðal
annars aðaltegundir þeirra
beggja, að hafa hallað
sér meira að samskiptum við
manninn heldur en mörgum