Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1983, Side 18

Æskan - 01.02.1983, Side 18
FLÓTTI BANDINGJANS Ég hleyp nú yfir nokkur ár og fer að skýra frá atburði einum, sem beindi lífi mínu á eynni í alveg nýja stefnu. Það var einhvern dag, að ég var úti við haustyrkju mína, þá sá ég, hvar reykur þyrlast upp af ströndinni, og grillti ég í eld nokkurn. Ég fór undir eins upp á hól, sem var skammt frá, og horfði þaðan í sjónauka, því aldrei fór ég neitt að heiman svo ekki hefði ég hann með mér. Sá ég þá villi- menn marga, á að giska svo sem þrjátíu, og dönsuðu þeir umhverfis eldinn með skringilegum látum. Þegar gengið hafði á dansi þessum stundarkorn, fóru nokkrir burt, tóku tvo bandingja upp úr barkarbáti og komu með þá. Annar þeirra var óðara rotsleginn til jarðar með kylfuhöggi. Þrír úr villimannahópnum ruku þegar í hann, ristu upp á honum kviðinn og limuðu hann í sundur. Hinn bandinginn, sem átti sama yfir höfði sér, hefur víst tekið eftir því, að menn gáfu meiri gaum að drepna mannin- um en honum, því hann skaust allt í einu til hliðar og flýði. Þó ég nú í hjarta mínu fagnaði flótta hans og óskaði, að honum farnaðist vel, þá skelfdist ég samt, er ég sá, að hann hljóp í áttina til bústaðar míns og allur hópur fjandmanna hans á eftir honum. Hana nú, Róbínson, sagði ég við sjálfan mig, nú er □ f--\ V_____/ komin sú stundin, sem þú hefur búist við og kviðið fyrir árum saman. Hræðslan fór nokkuð af mér, er ég sá að flestallir villi- mennirnir hurfu til eldsins aftur og að þrír aðeins héldu áfram eltingunni, líklega þeir, sem fótfráastir hafa verið. En þrátt fyrir allan flýti þeirra, þá dró samt maðurinn, sem þeir eltu, langt á undan þeim. Það var eins og lífsfýsnin léði honum vængi. Þá varð allt í einu fyrir honum vogur, sem skarst langt inn í landið og stóð hann þá við, en það var ekki nema augnablik. Hann fleygði sér út í sjóinn, komst yfir á strönd- ina hinum megin og klifraði upp á hana. Tveir villimennirnir syntu á eftir honum og héldu áfram að elta hann, þegar þeir voru komnir yfirum. Þá hugsaði ég með mér: Guð gæfi, að mér auðnaðist nú að fá hér aðstoðarmann, eða vin, ef vel væri. Ég skundaði heim, tók tvær byssur og gekk niður af hæðinni; var þess skammt að bíða, að ég var kominn miðsvegar milli þeirra, sem eltu, og þess, sem eltur var. Kettir mínir báðir og páfagaukurinn sátu ætíð til borðs með mér. Ég kallaði til flóttamannsins og stöðvaðist hann þá í rásinni, en ég sá samt á honum, að hann var enn hræddari við mig en fjendur sína. Nú hljóp ég til móts við hann, sem framar var af eltinga- mönnum, og laust hann með byssuskeftinu, svo hann féll til jarðar og lá þar eins og örendur. Hinn varð forviða og stóð grafkyrr í sömu sporum. Ekki var mér um skjóta, því ég hélt að villimennirnir við eldinn kynnu ef til vill að heyra hvellinn, þó fjarlægðin væri talsverð. En er ég sá, að villimaðurinn greip til boga síns og tók ör upp úr örvamæli sínum, þá var mér nauðugur einn kostur, og skaut ég hann þvt. Nú leit ég til villimannsins, sem ég hafði tekið að mér og barist fyrir. Hann horfði á mig óttasleginn, kom svo til mín, kraup á kné og kyssti jörðina; þar með tók hann um fót mér og setti hann á höfuð sitt. Með því vildi hann gefa í skyn, að hann skoðaði sig eins og þræl minn. Ég rétti honum hönd mína, reisti hann á fætur og reyndi með öllu móti að gera

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.