Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 26

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 26
myndum fyrir þær við nýtingu raf- magnsins. Sem dæmi má benda á lampasnúruna hér á myndinni. í stækkunarglerinu er sýndur hugs- aður straumur elektróna eða með öðrum orðum rafstraumur í lampa- snúrunni. Mælieining rafstraums er amper (A). Til þess að hafa áhrif á hegðan elektrónanna þurfum við að beita þær vissum þrýstingi sem við köll- um rafspennu, sem er þó í reynd spennumunur frá einum viðmiðun- arstað til annars. Alþekkt dæmi um þennan spennumun birtist okkur í eldingunni, sem stafar af mismun- andi rafhlöðnum skýjum. Þegar þessi ský nálgast hvert annað eða jörðu að vissu marki, þá nær raf- straumurinn snögglega, vegna spennumunarins, að hlaupa þar á milli og spennumunurinn jafnast út að mestu, Mælieining rafspennu nefndist volt (V). Þótt rafagnirnar geti streymt um leiðandi efni þá veita þau nokkurt viðnám gegn rafstraumnum og efn- ið getur hitnað, því meir, sem straumurinn verður meiri í hlutfalli við flutningsgetu leiðslunnar. Þetta er það sem við nefnum rafviðnám og er mælieining þess Ohm (Q). Þetta nýtti Edison sér einmitt í raf- magnsperunni þegar hann fékk glóðarþráðinn til þess að hitna svo, að hann varð lýsandi. Nú en fræðilega getum við ekki farið nánar út í þetta hér en snúum okkur þá næst að hættunum af raf- magninu. Algengt er að flokka hættur af rafmagni í tvennt það er SNERTI- HÆTTA og BRUNAHÆTTA. Hverjar eru helstu orsakir slysa og tjóna af rafmagni? Af erlendum upplýsingum má sjá, að helstu orsakir slysa og tjóns af rafmagni eru GÁLEYSI og ÓNÓG ÞEKKING á þessum hlutum. Hvar verða slysin? í erlendum skýrslum má einnig sjá að flest slys verða á vinnustöðum og í heima- húsum, en slys verða einnig á öðr- um stöðum svo sem vegna barna og unglinga of nærri rafmagnsvirkj- um. Má þar nefna leik með flug- drekum nærri rafmagnslínum. Hverjir verða fyrir slysum? Á vinnustöðum er talið að menn á aldrinum 20 til 40 ára verði tíðast fyrir slysum. Þar er um að ræða m. a. fólk sem vinnur við raf- magnsvirki. í heimahúsum verða litlir drengir oft fyrir slysum af raf- magni og einnig unglingar og jafn- vel eldri sem leika sér að raftækjum og þess háttar í frístundum. Þá má telja drengi 10-15 ára virkan ald- urshóp í þessu tilliti, sem verður alltof oft fyrir alvarlegum slysum vegna leiks á bannsvæðum svo sem í raflínumöstrum og jafnvel af- girtum háspennuvirkjum, sem eru jafnan auðkennd með aðvörunar- skiltum „Háspenna lífshætta". í næsta blaði verður nánar rætt um þessar hættur svo og skyndi- hjálpina. Ómar Friðþjófsson. Háspenna Lífshætta M 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.