Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 24

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 24
Sannleikurinn er sagna bestur (sögur sr. Friðriks Hallgrímssonar) Þaö var almennt álitiö, aö hann Siguröur gamli væri haröur hús- bóndi. Enginn vikadrengurtolldi hjá honum, þeir struku flestallir úr vistinni. Og nú var Stebbi kominn til hans. Stebbi var fastráðinn í því, aö duga sem best, því aö hann lang- aöi til aö geta hjálpað henni mömmu sinni sem var mjög fátæk. Vinnan var heldur ekki erfið og kaupið var gott. Hann var ekki búinn að vera nema þrjá daga í vistinni þegar þaö slys henti hann, að hann braut sög- ina í höröum eldiviðarbút. Hann hafði farið eins gætilega og honum var mögulegt, en samt var hann nú dauðhræddur. „Þetta fyrirgefur hann Sigurður þér aldrei," sagði annar drengur, sem var þar staddur hjá honum. „Ég hef aldrei þekkt annan eins ofstopa. Þú manst eftir honum Villa, sem var hérna, hann gekk óvart ofan á hænuhreiður og braut öll eggin, sem þar voru. Hann þorði ekki að gangast við því, en Sigurð- ur gamli grunaði hann um það og það fór svo að Villi þoldi ekki lengur við fyrir hræðslu og strauk." „Sagði hann ekki húsbóndanum frá því?“ spurði Stebbi. „Nei," svaraði hinn, „hann var svo hræddur, því hann Sigurður er svo mikill skapvargur." „Ég held að honum hefði verið betra að gangast við því undir eins,“ sagði Stebbi. „Það væri nógu skemmtilegt fyrir þig að reyna það,“ svaraði pilturinn, „ég myndi heldur hlaupa úr vistinni en játa það á mig, að ég hefði brotið sög- ina. Stebba leið illa. Það var liðið á daginn og hann fór að sinna kvöld- verkunum. Þegar hann var búinn með þau, fór hann upp á loft og beið þar lengi einn í herberginu sínu. Húsbóndinn var ekki heima, en þegar Stebbi heyrði hann koma, flýtti hann sér niður til hans. „Mér varð það á að brjóta eldivið- arsögina," sagði hann. „Og mér fannst réttara að segja þér frá því nú en láta þig finna hana brotna í fyrramálið." „Hvers vegna þurftir þú að fara á fætur til að segja mér frá þessu? Það hefði eins mátt bíða til morg- uns að láta mig vita, hvað þú ert mikill klaufi." „Ég gerði það vegna þess,“ svar- aði Stebbi, „að ég var hræddur um að ég hefði ekki hug til að gangast við því, ef ég frestaði því til morg- uns. En ég segi þér satt, að ég reyndi að fara gætilega og mér þyk- ir fyrir því, að sögin skyldi brotna.“ Sigurður horfði lengi á drenginn. Svo tók hann í höndina á honum og sagði við hann með mestu ástúð: „Þér er mér óhætt að treysta, Stebbi minn. Þú ert vandaður drengur. Vert þú óhræddur, við verðum vinir. Mér þykir vænt um það, að sögin brotnaði, því að það varð til þess að sýna mér, hvað í þér býr. Far þú nú í rúmið þitt aftur og Guð gefi þér góða nótt.“ Þeir urðu mestu mátar, Sigurður og Stebbi. Og ef Stebbi heyrir ein- hvern minnast á þaö, að vinur hans sé harður húsbóndi þá segist hann geta um það borið af eigin reynd, að það sé öðru nær. Ef hinir dreng- irnir hefðu verið hreinskilnir við hann, þá hefði hann líka verið þeim góður. — Mamma mín á svo mikið af pen- ingum að hún getur keypt sér allt sem hún þarf. — Já, en mamma mín er svo rík að hún getur keypt margt sem hún þarf ekki. Teitur litli er ekki nema þriggja ára, en hann er slæmur með það að fara í símann. Faðir hans hugsaði sér að venja hann af þessu. Hann hringdi heim til sín utan úr bæ. Teitur kom í símann. — Þetta er á lögreglustöðinni, var sagt í símann. Teitur þekkti undir eins rödd pabba síns og svaraði: „Hvað ertu að gera þar, pabbi?" Pabbi Stínu hafði fengið vont kvef. Þegar hann kom heim að borða ætl- aði Stína að hlaupa upp um hálsinn á honum eins og hún var vön, en hann sagði: ,,Þú mátt ekki kyssa pabba. — Pabbi hefur vont kvef og þú getur fengið það ef þú kyssir hann“. Stina hugsaði sig um og sagði: ,,Hverja kysstir þú, pabbi?“ Siggi litli hafði þann siö aö koma heim með skólasystur sína, en koma alltaf með nýja og nýja. ,,Ekki líkar mér það að þú skulir vera svona lauslátur, Siggi minn, að vera alltaf með nýja og nýja kærustu", sagði mamma hans. ,,Ég er ekki lauslátur", sagöi Siggi, „heldur þær — þegar maður fer aö kynnast þeim". Skrýtlur. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.