Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 32
Enn á ný sigrar Bubbi með yfir-
burðum í vinsældakönnun Æsk-
unnar. Hann er langvinsælasti
söngvarinn; langvinsælasta
poppstjarnan; hann er í vinsæl-
ustu hljómsveitinni en sú hljóm-
sveit á jafnframt vinsælustu plöt-
una og vinsælasta lagið.
Af erlenda markaðnum verður
þungarokkssveitin Iron Maden að
teljast sigurvegari. Þeir bárujárns-
drengir eru vinsælasta hljóm-
sveitin með vinsælustu plötuna og
næst vinsælasta söngvarann.
Eins og venja er drógum við út
nöfn þriggja þátttakenda og verð-
launum þá. Að þessu sinni koma
verðlaunin í hlut þeirra ísaks
Leifssonar (15 ára), Starmóa 5,
Njarðvík; Starra Heiðmarssonar
(13 ára), Lækjarbakka 13, Sauð-
árkróki og Fanneyjar D. Baldurs-
dóttur (13 ára), Goðalandi 14,
Reykjavík.
Verðlaunahöfum og öðrum þátt-
takendum þökkum við kærlega
fyrir framlagið.
Ýmsir létu í Ijós óskir um ákveð-
ið efnisval í Poppþáttinn. M. a. var
beðið um kynningu á: pönki,
Clach; þungarokki; Iron Maden;
Bubba og EGÓ. Þá óskuðu margir
eftir fjölbreyttustu upplýsingum
um fyrirbærið skallapopp.
Reynt verður að sinna þessum
óskum af fremsta megni í næsta
tbl. Æskunnar.
BUBBI VANN STÓRKOSTLEGAN SIGUR
32
I UMSJON JENS GUÐMUNDSSONAR