Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 42

Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 42
Af erlendum tónskáldum mun Schu- bert vera kunnastur alþýðu manna baeði hér á landi og annarsstaðar. Ber það fyrst og fremst til, að sönglögin eiga hægari leið að eyra almennings en aðrar tónsmíðar og að sönglög Schuberts voru svo sérstaklega vel fall- in til að festa sér í minni, látlaus og laus við flúr, en svo Ijóðræn og þekk, eins og vísa lærist ef maður heyrir hana einu sinni. Og þó bæði óperur, kórverk, hljómkviður, sónötur og margt fleira liggi eftir Schubert verða það þó söng- lögin hans, sem lengst halda minning- unni á lofti. Franz Peter Schubert var austurrísk- ur maður og fæddist skammt frá Vín 31. janúar 1797 í þorpi sem hét Licht- enthal. Var faðir hans barnakennari þar í þorpinu og mikill barnakarl, því að þau urðu nítján börnin. Eins og nærri má geta hrukku barnakennaralaunin skammt til þess að seðja þessa mörgu munna og veita þeim sæmilegt uppeldi og ólst Schubert því upp við hina mestu fátækt. En hann hafði góða söngrödd og hafði gaman af söng og hljóðfæra- slætti. Ellefu ára fékk hann að syngja í drengjakór kirkju einnar í Vín og var það fyrsta menntun hans í tónlistinni. En eigi að síður fór hann þegar að fást við tónsmíðar og samdi „fantasiu" fyrir píanó þrettán ára gamall. En fyrsta „rnessan" sem hann setti saman var sungin opinberlega þegar hann var seytján ára. Faðir hans hafði veitt hon- um nokkra tilsögn í að leika á fiðlu, því að það urðu allir skólameistarar að kunna í þá daga, og einhvern veginn hafði hann séð sér fært að koma hon- um til kennslu hjá hljómlistakennaran- um Antonio Salieri, sem þá var í mikl- um metum í Vín. Ekki gat Schubert lifað á tónlistinni. Faðir hans kom honum því að sem tímakennara við skólann sem hann starfaði f og hékk hann við það starf í þrjú ár, 1813-1816, við lítinn orðstír. Hann var engum kennarahæfileikum búinn og hafði takmarkaða þekkingu á því sem hann átti að kenna og var auk þess mjög viðutan í starfinu og það kunnu lærisveinar hans að nota sér. Hugur hans var allur við tónlistina og þrátt fyrir kennslustarfið samdi Schu- bert fjölda tónsmíða á þessum árum. Hann var alltaf að semja. Það var eins og lögin væru sungin fyrir eyrum hans og hann þyrfti ekki annað en skrifa niður. Frá þessum árum liggja eftir hann yfir 100 sönglög, sem urðu til svo að segja í einu vetfangi, og stórar tón- smíðar fyrir hljómsveitir og kirkjukóra, er hann samdi með undraverðum hraða. Hann var jafnfljótur að semja og Símon Dalaskáld var að yrkja, en gæðamunurinn var allmikill. Ekkert Ijóð hefur verið kveðið svo fagurt, að lag eft- Franz Schubert ir Schubert sómdi sér ekki við það og gæfi því aukið gildi og voru það þó Ijóð úrvalsskáldanna, sem Schubert öðru fremur setti lög við. Af rúmum 600 sönglögum sem hann samdi eru t. d. yfir 100 við Ijóð eftir Goethe, þar á meðal „Álfakóngurinn", sem var fyrsta lagsmíð hans, „Greta við rokk- inn“, „Næturljóð vegfarandans" og „Heiðarrósin". Fræga lagboða fékk hann einnig frá Schiller, Heine, Ruckert og fleirum. Það voru bæði einstök lög og heilir lagaflokkar, sem hann samdi, má af þeim síðarnefndu sérstaklega nefna „Malarastúlkuna fögru", „Vetrar- ferðina", „Stúlkan frá hafinu" og „Svana- söng“. En auk sönglaganna 600 lét hann eftir sig átta hljómkviður og yfir 30 önnur hljómsveitarverk, sex messur og 17 óperur auk fjölda margs annars. Hefur ekkert tónskáld verið frjósamara en hann á jafn stuttri ævi. Það er blátt áfram undravert hvað eftir hann liggur. En þó var líf hans mesta basl. Hann var enginn ráðdeildarmaður og bar enga áhyggju fyrir morgundeginum. Hann var að jafnaði auralaus og í sí- felldum vandræðum, en setti það ekk- ert fyrir sig. Vini átti hann nokkra sem reyndu að hjálpa honum, en samt gat hann aldrei lifað áhyggjulausu lífi. Ef sá heimur hefði verið til sem ekki þekkti peninga, hefði Schubert átt þar heima. Honum varð ekkert úr tónsmíðum sín- um og hafði sjálfur ekki hugmynd um hvers virði þær voru. Og honum var allsendis ósýnt um að „koma sér áfram" sem kallað er og missti að jafn- aði tækifæranna er honum buðust þau. Helstu tekjur hans voru af píanó- kennslu, sem hann stundaði jafnan nokkuð. Hann dvaldi lengstum í Vín og þar dó hann úr taugaveiki í mestu ves- öld árið 1828 - aðeins 31 árs að aldri. En eftir þennan unga og misvirta mann hafa allar menningarþjóðir ver- aldarinnar fengið notadrýgsta tónlistar- arfinn - þá gjöf sem nær til fjöldans. Kápumynd Ljósmynd: Sigurður Þorgeirsson. Vinnu- stofa hans er á Klapparstíg 16, Reykjavík. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.