Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 38
KRAMBÚÐAR
STRÁKURINN
1. Einu sinni var þaö - þaö var víst í
Osló í Noregi - að búðarstrákur
nokkur varö svo frægur fyrir góða af-
greiðsluhætti, að honum var boðið af
þeim, sem verslunna átti, að fara í
verslunarferð til útlanda og átti hann
að fá fullfernit skip af vörum, sem
hann mátti sjálfur velja sér. -
2. Jú, sktrákur þáði þetta með þökk-
um og valdi sér lykt-sterkan mjólkur-
ost til þess að hafa í skipinu sem
verslunarvörur. - Þennan ost kalla
Norðmenn „Gammel-ost“. - Strákur
sigldi skipinu til Tyrklands og seldi
strax allan farminn fyrir gott verð. -
Þegar hann var í förum, sá hann eitt
sinn tvo menn, sem leiddu þræl á milli
sín. —
3. Strákur kenndi í brjóst um veslings
þrælinn og keypti hann og sigldi síðan
heim til Osló. Voru skiptar skoðanir
manna á því, hvort hann hefði gert
góð kaup með því, að eyða fé í að
eignast þrælinn. Þessum ánauðuga
manni gaf strákur frelsið aftur.
4. Skipseigendur vildu nú reyna einu
sinni enn, hvort stráksi stæði sig ekki
betur í verslun og sendu hann aftur af
stað með vörur til sölu. Skipið fékk
góðan byr, en þetta var á tíma segl-
skipanna.
5. Strákur sigldi aftur til suðurlanda
og það fyrsta, sem hann sá, þegar
hann kom að landi, voru tveir Arabar,
sem voru með kóngsdóttur milii sín í
böndum og börðu þeir hana með
svipum. -
6. „Viljið þið selja mér hana þessa,
ég borga með silfurpeningum?" spurði
strákur. Jú, það vildu Arabarnir og
svo sigldi strákur hinn hróðugasti
heim á leið. -
Andarungarnir elta móður sína út í hvað sem
fyrir er. Þeir gera það af meðfæddum eiginleika,
sem við köllum eðlishvöt. En þessi eðlishvöt er
ekki hið sama og óbrigðult vísdómslögmál nátt-
úrunnar, sem stundum er talað um, því að ung-
arnir elta alveg eins hvíta blöðru.
38