Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 22

Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 22
Einu sinni fór hagamús í gönguferð með börnin sín þrjú. Yngsta músin var alltaf þétt upp við mömmu sína en hinar tvær þurftu ýmislegt að athuga og voru því á sífelldum hlaupum. Skyndilega sáu mýsnar stóran snák sem hékk i stóru tré. Augu hans glömpuðu og munnurinn var galopinn. Hann ætlaði sýnilega að gleypa ein- hverja músina. Snákurinn hafði engan áhuga á músabörnunum, þau voru of lítil. Þetta var stór snákur og hann vildi éta stærstu músina. Þess vegna hafði hann ekki augun af músamömmu og teygði hausinn í áttina til hennar. Hún ákvað að leika á hann. Byrjaði voðabrestur og allt lék á reiðiskjálfi. Ungi maðurinn fann til óþolandi kval- ar í báðum höndunum, hann kippti þeim að sér, var örvita af hræðslu og sá þá, að þær voru allar á sárum. Hann hafði brennt sig, því að í pottinum var ekki lengur gull, heldur glóandi eldur. Því næst tók ketillinn að síga niður - hægt og hægt. Maðurinn horfði á eftir honum eins og í leiðslu og sá nú aðeins glóra í eldinn - svo hrundi grjót og möl ofan yfir. Fjársjóðurinn var horfinn; Undarleg suða og ólga fyllti loftið. Sjóðheitt vatn seytlaði gegnum veggina í klefanum og eftir gólfinu, svo að hann skaðbrenndi sig á fótunum. Kvalirnar ætluðu að gera út af við hann, en samt tókst honum að komast upp úr rústunum. að hlaupa í kringum tréð og snákurinn elti, hana svo að hann vafðist utan um tréð. Að lokum fórst snáknum svo óhönduglega til að hann batt sjálfan sig í hnút! Músamamma hljóp þá í hringi enn nær trénu og það endaði með því að snákurinn var kominn í rembihnút og gat sig hvergi hreyft! Músamamma sá það að henni var óhætt og kallaði á músabörnin sem höfðu hlaupið í felur. Minnsta músin hafði hugrekki til að kalla að snáknum: Það fer alltaf illa fyrir þeim sem ætla að bíta önnur dýr! Og með það hlupu mýsnar á burtu en snákurinn sat eftir með sárt ennið. Nú leið langur tími, áður en hann var gróinn sára sinna, og aldrei varð hann jafngóður, því að hendur og fætur kreppti. Á meðan hann var veikur sveikst vinnufólkið um, svo að allt var komið í óefni. Hann varð að selja jörðina og kaupa sér í hennar stað lítinn kofa, og mátti hann þakka fyrir að eiga svo mik- ið eftir af öllum auðæfunum, að hann þyrfti ekki að lifa á bónbjörgum. Það var allt, sem eftir var af allri dýrðinni. Þarna sat hann nú og lét sig dreyma um öll þau auðæfi, sem hann hefði getað átt og um konungsdótturina, sem hann aldrei fékk, og hann óskaði svo innilega, að hann hefði látið sér nægja þann eina gullpening á dag, sem hann mátti taka. AGIRNDIN Veistn? Nýfrosinn ís þarf að vera 5 cm þykkur til að bera mann, að nýr ís er svikull ef snjólag er á honum. Að ef hláka hefur gengið verður ísinn smáholóttur eins og svampur og þarf þá að vera 20 cm þykkur til að bera þig. Því miður eru engar reglur algildar um burðarmagn ísa. Ef svo væri mundu færri strákar hlaupa ofan í. Ef þú átt dálítið safn af korktöpp- um, þá gætir þú búið til dýr eins og þessi, sem þú sérð hér á myndinni. Gættu þín að skera dýrin, því að hnífurinn þarf að bita vel. Fætur og hálsar eru gerðir úr eldspýtum eða þá tannstönglum. Litlar perlur, eða hálfir títuprjónar (með svörtum haus) geta myndað augu og nasir. Málið dýrin að síðustu með túss- blýöntum. G.H. 22 KORKDYR

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.