Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 26

Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 26
myndum fyrir þær við nýtingu raf- magnsins. Sem dæmi má benda á lampasnúruna hér á myndinni. í stækkunarglerinu er sýndur hugs- aður straumur elektróna eða með öðrum orðum rafstraumur í lampa- snúrunni. Mælieining rafstraums er amper (A). Til þess að hafa áhrif á hegðan elektrónanna þurfum við að beita þær vissum þrýstingi sem við köll- um rafspennu, sem er þó í reynd spennumunur frá einum viðmiðun- arstað til annars. Alþekkt dæmi um þennan spennumun birtist okkur í eldingunni, sem stafar af mismun- andi rafhlöðnum skýjum. Þegar þessi ský nálgast hvert annað eða jörðu að vissu marki, þá nær raf- straumurinn snögglega, vegna spennumunarins, að hlaupa þar á milli og spennumunurinn jafnast út að mestu, Mælieining rafspennu nefndist volt (V). Þótt rafagnirnar geti streymt um leiðandi efni þá veita þau nokkurt viðnám gegn rafstraumnum og efn- ið getur hitnað, því meir, sem straumurinn verður meiri í hlutfalli við flutningsgetu leiðslunnar. Þetta er það sem við nefnum rafviðnám og er mælieining þess Ohm (Q). Þetta nýtti Edison sér einmitt í raf- magnsperunni þegar hann fékk glóðarþráðinn til þess að hitna svo, að hann varð lýsandi. Nú en fræðilega getum við ekki farið nánar út í þetta hér en snúum okkur þá næst að hættunum af raf- magninu. Algengt er að flokka hættur af rafmagni í tvennt það er SNERTI- HÆTTA og BRUNAHÆTTA. Hverjar eru helstu orsakir slysa og tjóna af rafmagni? Af erlendum upplýsingum má sjá, að helstu orsakir slysa og tjóns af rafmagni eru GÁLEYSI og ÓNÓG ÞEKKING á þessum hlutum. Hvar verða slysin? í erlendum skýrslum má einnig sjá að flest slys verða á vinnustöðum og í heima- húsum, en slys verða einnig á öðr- um stöðum svo sem vegna barna og unglinga of nærri rafmagnsvirkj- um. Má þar nefna leik með flug- drekum nærri rafmagnslínum. Hverjir verða fyrir slysum? Á vinnustöðum er talið að menn á aldrinum 20 til 40 ára verði tíðast fyrir slysum. Þar er um að ræða m. a. fólk sem vinnur við raf- magnsvirki. í heimahúsum verða litlir drengir oft fyrir slysum af raf- magni og einnig unglingar og jafn- vel eldri sem leika sér að raftækjum og þess háttar í frístundum. Þá má telja drengi 10-15 ára virkan ald- urshóp í þessu tilliti, sem verður alltof oft fyrir alvarlegum slysum vegna leiks á bannsvæðum svo sem í raflínumöstrum og jafnvel af- girtum háspennuvirkjum, sem eru jafnan auðkennd með aðvörunar- skiltum „Háspenna lífshætta". í næsta blaði verður nánar rætt um þessar hættur svo og skyndi- hjálpina. Ómar Friðþjófsson. Háspenna Lífshætta M 26

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.