Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 6
VERÐLALNASAGAN
— „Nei, hæ, Dóra.“
Maggi brosti til mín þar sem hann
sat í grænum jakka með nýja töffklipp-
ingu aftarlega í skólabílnum. Ég brosti
á móti og settist hjá honum. Skólabíll-
inn ók af stað.
„Hæ, gamla,“ sagði Hrefna sem sat
fyrir aftan mig hjá Steina.
Ég sneri mér við.
„Hæ, bæði. Þið eruð hress er það
ekki?“
„Jú, blessuð vertu.“
Steini hallaði sér aftur í sætinu.
„Ég er bara varla vaknaður."
Ég brosti.
„Það var óvenjulegt.“
Steini kinkaði kolli.
„Það var ári góð mynd í sjónvarpinu
í gær,“ sagði Maggi. „Sástu hana?“
„Nei,“ svaraði Steini. „Við tókum
videómynd. Alveg meiriháttar mynd.“
Skólabfllinn brunaði áfram.
Við eigum öll heima í sveit og forum
því með skólabíl á hverjum morgni í
skólann. Það er dimmt úti. Klukkan er
rétt tæplega hálf níu og fáir bflar á
ferð. Það er komið fram í desember.
„Hefurðu pælt í hvað það er stutt í
jólaprófin?" spurði ég Magga.
Hann kinkaði kolli og leit á mig.
„Ég er viss um að þú verður best
núna.“
Mér kom þetta mjög á óvart og
sagði ekkert.
„Ég varð hæstur í fyrra. Samt læri ég
aldrei heima, fylgist ekki með í tímum.
Ég lærði bara fyrir prófin."
„Hvernig fórstu eiginlega að því?“
spurði ég.
„Allt er hægt ef viljann vantar
ekki,“ sagði Maggi spekingslega.
„Voðalega eruð þið alvarleg,“ sagði
Hrefna og ýtti í mig.
„Voruð þið rekin úr skólanum bæði
tvö?“
„Nei, hvernig vissirðu?“ svaraði
Maggi strax.
„Jæja.“ Steini stóð upp. „Ætlið þið
ekki með?“
Skólabfllinn var stansaður og við
gengum öll út.
í fyrsta tímanum var samfélags-
fræði. Guðrún, ungur og ákveðinn
kennari, gekk á milli borða og dreifði
blöðum.
„Þið eigið að gera eitt hópverkefni
fyrir jól. Einkunnin úr því kemur svo
með í jólaprófseinkunnina.“
„Úff, hvað ætli þetta sé?“ hvíslaði
Hrefna sem sat við hliðina á mér.
„Eitthvað skemmtilegt,“ hvíslaði ég
á móti.
Hrefna glotti.
„Örugglega.“
Guðrún kom að borðinu okkar.
„Það er líklega best að þið tvær
verðið með Steina og Magga í hóp. Þið
eruð hvort sem er alltaf saman.“
„Mér líst vel á það,“ svaraði Hrefna
strax.
Dagurinn var fljótur að líða. Áður
en ég vissi af var ég komin í skólabíl-
inn og á leiðinni heim.
„Ég hringi kannski í kvöld,“ sagði
Maggi um leið og ég gekk út.
Ég kinkaði kolli og brosti.
Morguninn eftir sá ég strax hvern
vantaði í skólabílinn.
„Hvar er Maggi?“ spurði ég Hrefnu
og Steina og settist hjá þeim.
„Bara veit það ekki,“ sagði Steini.
„Hann hlýtur bara að hafa fengið frí.“
„Rosalega ertu syfjuð.“ Hrefna leit
á mig.
„Já, mig dreymdi hræðilega í nótt.“
6