Æskan - 01.01.1987, Síða 18
— Þú hefðir átt að vera fluttur að
heiman fyrir löngu.
Fangi fékk konu sína í heimsókn í
steininn.
„Eru peningarnir á öruggum stað,“
hvíslaði hann óttasleginn.
„Þeir gætu ekki verið á betri stað,“
svaraði kona hana. „Ég flutti þá úr
grafhýsinu á nýjan stað og nú er verið
að byggja blokk þar yfir. “
Eftirfarandi tilkynningu mátti lesa í
einu dagblaðanna fyrir skömmu:
„Jón Jónsson vill þakka þeim sem
stuðluðu að andláti og útför konu
hans. Sérstaklega þakkar hann lækn-
unum.“
Tveir bræður voru með skál fulla af
eggjum. Allt í einu segir sá eldri við
þann yngri:
„Ég skal borga þér hundrað krónur
ef ég fæ að brjóta þrjú egg á höfðinu á
þér.“
Þeim litla þótti þetta freistandi boð
og tók því. Hann stóð síðan grafkyrr,
fullur viðbjóðs, á meðan bróðir hans
braut tvö egg á höfðinu á honum og lét
gumsið leka alla leið niður á háls. Þeg-
ar hlé varð spurði sá yngri:
„Fer það þriðja ekki að koma?“
„Ég held nú síður því að þá yrði ég
að borga þér hundrað kall!“
Móðir Grétu litlu hafði oft komist í
stökustu vandræði með dóttur sína er
þær voru á ferð í strætisvögnum.
Henni hætti þá svo oft til að gera alls
konar leiðinlegar athugasemdir við
fólkið sem var í vagninum. Móðirin
hafði því lagt ríkt á við hana að tala
aldrei um fólkið sem var með þeim í
vagninum á meðan það heyrði til. Og
Gréta hafði lofað því.
Einhverju sinni er þær voru á ferð í
strætisvagni kom á einni biðstöðinni
maður inn í vagninn. Hann hafði
óvenjulega stórt nef. Grétu varð strax
starsýnt á manninn og sá móðir hennar
að hún fór að ókyrrast. Loks getur hún
ekki orða bundist og segir:
„Við skulum ekki tala um manninn
með stóra nefið fyrr en við komum
heim.“
Pétur: Hvers vegna rignir, pabbi?
Pabbi: Til þess að blóm og tré geti
vaxið.
Pétur: En hvers vegna rignir þá á
gangstéttina?
Lísa litla er háttuð. Mamma stendur
fyrir utan dyrnar og hlustar á hvort
hún gleymi nú ekki kvöldbæninni
sinni. Þegar hún heyrir ekkert segir
hún:
„Lísa, ég heyri ekki til þín.
Lísa: Ég ætla heldur ekkert að tala við
þig-
— Togaðu bara í — þá sendir hann þér
líka maðk.
„EIoi
/
Svo lítil frétt var fæðing hans
í fjárhúsjötu hirðingjans,
að dag og ártal enginn reit,
um aldur hans ei nokkur veit.
Og jafnvel samtíð okkar enn
sér ekki sína bestu menn,
en bylting tímans birtir allt
og bœtir sumum hundraðfalt.
Því mótmœlt hefði hans eigin öld,
að afmælið hans sé í kvöld,
og tengt þann atburð ársins við,
er aftur lengist sólskinið.
Hann alla sína fræðslu fékk
á fátæklingsins skólabekk.
En sveit hans veitti sína gjöf
þar sérhver hæð var spámanns gröf -
Og skálda, er höfðu hegnt og kennt,
en heimska lýðsins grýtt og brennt.
Þar feður hjuggu hold og bein,
en hlóðu synir bautastein.
Þar birtist verka-vitrun hans,
sem vitjar sérhvers göfugs manns,
það kall að hefja land og lýð
og lækna mein á sinni tíð.
Og margur sagði hugarhlýtt:
Sjá, hér er spámannsefni nýtt!
Og móðurástar ótti og von
sá undramann í kærum son.
Hann sá, að eiginelskan blind
var aldarfarsins stœrsta synd,
og þyngst á afl og anda manns
var okið lagt af bróður hans —
18