Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 24

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 24
Hæ, kæra Æska. Mig langar til að segja frá draumaprinsinum mínum. Hann er skolhærður og mjög sætur. Hann er í 6. bekk Barnaskóla Akureyrar og er frábær í knattspyrnu. Fyrsti stafurinn í nafni hans er S. Ein úr 5. BÁ Kæra Æska! Draumaprinsinn minn er dökkhærð- ur, 168 sm á hæð og er í 9.b á Dalvík. Hann heitir Marinó og á heima á Ár- skógsströnd. Hann á nokkra hesta og pabbi hans er mikill hestamaður. Ég vona að þetta verði birt. 601050 Ágæti Æskupóstur! Mig langar til að lýsa prinsinum mínum. Hann er dökkhærður og með blá augu, meðalhár og æðislega sætur. Hann á heima í Hrauntungu í Hafnar- firði og heitir Steini. Einn aðdáandi í Hafnó Halló, Æska! Ég vil byrja á því að þakka fyrir meiriháttar blað! Ég ætlaði að fá að lýsa prinsinum mínum. Hann á heima á sama stað og ég, í Grindavík, og er í 7. bekk. Ég er hins vegar í 6. bekk. Þessi strákur er dökkur í framan og er stór miðað við aldur. Hann er með dökk augu og alltaf í svörtum skóm. Svo er hann oft í blárri úlpu. Ein sem segir ekki til nafns Hæ, hæ Æskupóstur! Mig langar til að lýsa prinsinum mínum. Hann er hár með blá augu, dökkt hár og er alveg æðislega sætur. Hann er í Dalvíkurskóla og býr á vist- inni. Ein frá Dalvík Kæra Æska! Prinsinn minn er skolhærður og með blá augu og fyrsti stafurinn í nafni hans er F>. Hann er í Seljaskóla og í sama bekk og ég. Við erum þrjár stelpurnar sem erum skotnar í honum. Ein í Seljaskóla Draumaprinsessiir Ágæti Æskupóstur! Ég á eina draumadís. Hún er dökk- hærð með brún augu og frekar hávax- in. Hún er góð í íþróttum og mjög félagslynd. Mér finnst hún mjög skemmtileg. Strákur í Ólafsvík Kæra Æska! Ég hef verið skotinn í stelpu í langan tíma og get ekki hætt að hugsa um hana. Hún er svo sæt og skemmtileg. Það eru fleiri skotnir í henni en hún virðist ekki hafa áhuga á neinum okk- ar. Kannski er hún bara hrifin af eldri strákum en okkur? Ég hugsa stundum svo stíft um hana á kvöldin að ég á erfitt með að sofna. Þessi stelpa er ljóshærð, meðalhá og vel vaxin. Hún er dugleg að læra og er mjög ákveðin. Hún á heima á Akureyri eins og ég. 1x2 Frábæra Æska! Ég á heima í Reykjavík en drauma- dísin mín í Keflavík. Ég sé hana stund- um þegar hún kemur í bæinn því að hún er góð vinkona systur minnar. Hún er tveim árum yngri en ég, 12 ára. Við höfum stundum farið þrjú saman í bíó en ég á erfitt með að átta mig á því hvort hún hefur einhvern áhuga á mér. Hún er mjög broshýr og almennileg við alla. Þess vegna er ekki svo gott að átta sig á því hvað hún vill. Við höfum bæði mikinn áhuga á bíómyndum, sömu tónlistarmönnunum og ferða- lögum. Leynigæi Ljósmyndasamkcppni Kæri Æskupóstur! Ég vil byrja á því að þakka fyrir mjög gott blað. Mig langar til að biðja ykkur að svara tveim spurningum. 1. Er Æskan hætt að efna til ljós- myndasamkeppni? 2. Getið þið ekki birt mataruppskrift- ir? Bless, bless, MX21 Svör: 1. Nei. Við verðum með nýja keppni áður en langt um líður. 2. Jú, það kemur vel til greina. ÆSKUPÓST URINN 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.