Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1987, Page 32

Æskan - 01.01.1987, Page 32
AUKAVERÐLAUNASAGA „Karen....Karen....V akna. “ „Æ, ég er að missa af strætó,“ hljóð- aði Karen upp yfir sig og hentist fram úr rúminu. „Ég skildi eftir nokkra tíkalla á eld- húsborðinu handa þér,“ sagði röddin úr eldhúsinu. „Já, bless,“ kallaði Karen og hraðaði sér í fötin. Á eldhúsborðinu lágu þrír tíkallar. „30 kall! Hvernig á að vera hægt að kaupa sér nesti fyrir 30 krónur þegar tíkall af því fer í strætó? Jæja, maður verður að sætta sig við þetta.“ Hún smeygði sér í útifötin og renndi sér á rassinum niður handriðið. Auð- vitað þurfti strætisvagninn að koma of seint. Loksins þegar hann kom að skólanum var fyrir löngu búið að hleypa inn. „Karen....Karen....Vakna.“ Hlátur smaug inn um eyru Karenar og hún rankaði við sér. „Karen? Hvar ertu?“ Nú heyrði hún meiri hlátur og muldraði: „Er ég of sein í skólann?“ Nú ætlaði hláturinn að æra hana. „Nei, þú ert ekki of sein í skólann. Þú ert í skólanum." Karen opnaði augun og sá beint framan í kennarann sinn, Guðlaugu. Hún hrökk í kút og rétti úr sér. „Fyrirgefðu, en ég svaf svo lítið í nótt.“ „Þetta er allt í lagi,“ sagði Guðlaug, „þetta kom oft fyrir mig þegar ég var 13 ára. Jæja, en það var verið að kjósa • þig og Harald fulltrúa bekkjarins í Nemendaráð. Viltu vera í Nemenda- ráði?“ „Já, auðvitað,“ sagði Karen ánægð, „en hvað á ég að gera þar?“ „Þið farið á fundi og ræðið það sem við kemur skólanum með hinum full- trúunum. En þið verðið að vera í ein- hverri nefnd og við höfum kosið ykkur bæði í ritnefnd,“ sagði Guðlaug. „Vá, ég verð með aðaltöffaranum í bekknum,“ hugsaði Karen með sjálfri sér og leit um öxl. Þá sneri Halli sér snöggt undan. „Vá, hann var að horfa á mig!“ XnM 32 J

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.