Æskan - 01.01.1987, Side 33
eftir Helga Snæ Sigurðsson
Pabbi Karenar lá á gólfinu og var að
tengja lítið tæki við sjónvarpið. Fyrir
aban hann, í hægindastólnum, sat
namma hennar og lakkaði á sér negl-
urnar með hálfluktum, þreytulegum
dugum, í staðinn fyrir að laga til eftir
veisluna sem hafði verið kvöldið áður.
í einu heyrðist í lykli og dyrnar
opnuðust. Karen kom inn og sagði
glöð í bragði:
”Vitið þið hvað? Ég er orðin annar
fulltrúi af tveim fyrir okkar bekk í
Nemendaráði og ég er líka í ritnefnd.1'
»Mmmmm,“ sagði mamma hennar
en pabbinn:
^Það er fínt vinan, en veistu það að
viö vorum að fá okkur afruglara?"
"Afruglara? Hvernig væri að kaupa
e'tthvað annað en það, t.d. MAT? Ég
ef þurft að borða hjá ömmu undan-
arið og þyrfti helst að sofa þar líka því
ab þessi eilífu partý ykkar og nú örugg-
ega sjónvarpsgláp fram eftir allri
nóttu eru að.....“
hættu þessu röfli og farðu og
^æktu bróður þinn,“ greip mamma
nennar fram í fyrir henni.
Karen rauk út og skellti á eftir sér.
’>Þau eru eitthvað skrítin,“ hugsaði
aren með sjálfri sér, leysti keðjuna
af hjólinu sínu og hjólaði niður í leik-
skólann.
”Er Róbert inni?“ spurði hún fóstr-
urnar.
”Hann er inni í leikherbergi," sögðu
Þær og héldu áfram að tala saman.
Karen gekk inn í leikherbergið og
°ni að Róbert grátandi.
”Hvað kom fyrir?“ spurði hún og
kraup niður.
“Strákarnir voru að stríða mér,“
Jökraði hann um leið og hann nudd-
a i augun. Hún tók hann í fangið og
a baði fram með hann þótt hann væri
0rðinn fimm ára.
“Heyrðu Karen?“ kallaði ein fóstr-
an' ySegðu foreldrum þínum að þau
Ver i að fara að borga dagvistunar-
y|a ðið- Það er komið svo langt fram
”Já, ég veit.“
Karen drattast inn með bróður sinn
tanginu, hálfsofandi. Hún leggur
ann í rúmið, örmagna eftir að hafa
°nö hann upp á þriðju hæð. Klukkan
er að verða 6. Hún sest við skrifborðið
sitt og reynir að halda augunum opn-
um meðan hún berst við að læra.
Augnalokin þyngjast og þyngjast og
loks líður hún út af niður í bækurnar.
Dí-dídd, dí-dídd, dí-dídd. Karen
reis upp og slökkti á vekjaranum á
úrinu, geispaði og teygði úr sér. AAA-
AAHHHHH! Það var langt síðan hún
hafði fengið svona góðan nætursvefn.
En hvað? Af hverju var hún í öllum
fötunum? Ó, nú mundi hún það. Hún
hafði sofnað yfir heimanáminu og þau
höfðu lagt hana í rúmið. Hún hafði
sofnað áður en hún hafði lokið við að
læra og hún þurfti að ná í strætó eftir
hálftíma. Skrambinn. Hún varð að
flýta sér. Reikningur. Fjárinn. Bara
tuttugu mínútur. Hún sem ekki var
búin með þriðjung af því einu sinni.
Hvað mundi Guðlaug segja? Nei, hún
er svo róleg. En það er aldrei að vita.
Kennarar eru svo mislyndir. Skratt-
inn. Fimmtán mínútur. Áfram, áfram.
„Jæja, ég er þó búin með helming-
inn núna. Ég verð að fara.“
Hún flýtti sér í skóna og tróð sér
einhvern veginn í jakkann. Æ,
gleymdi ég skólatöskunni. Fimm mín-
útur. Hún þaut niður stigann og kom
ekki sekúndunni of seint í strætó. Hún
settist niður og hugsaði með sjálfri sér
að þetta væri þó lán í óláni.
Hún sat hjá stelpunum fyrir framan
skólastofuna. Loksins kom Guðlaug,
fimm mínútum of seint. Svo var verið
að skamma krakkana fyrir að koma of
seint en kennararnir voru ekkert betri!
í skólanum gekk allt vel þangað til
að landafræðinni kom. Guðlaug tók
upp þykkan hlaða af blöðum, alvarleg
á svip og sagði: „Jæja, ég vona að þið
hafið lesið vel landafræðina heima því
að ég ætla að hafa smákönnun.“
„Ó, þurfti nú endilega að vera
próf,“ hugsaði Karen og fékk í
magann.
Búið var að dreifa prófblöðunum.
Sumir svitnuðu, aðrir glottu og létu
alla sjá að þetta væri ekkert mál fyrir
þá. En einhvern veginn lifði hún af.
Hún leit aftur fyrir sig og sá að Halli
leit snöggt undan.
„Vá, það er bara svona...“
„Úff, loksins komin heim. Alltaf
jafnóheppin," hugsaði hún með sjálfri
sér og gleymdi sér smám saman.
Ding-dong. Bjallan hringdi.
„Ó, nei. Ekki gestir,“ hugsaði
Karen.
„Hæ, hæ. Komiði inn,“ heyrði hún
mömmu sína segja.
Hún sofnaði ekki fyrr en um eitt-
leytið þegar gestirnir fóru.
Næsta dag ætlaði hún varla að geta
komið sér úr rúminu.
„Ég vildi að það kæmi svo mikill
blindbylur að skólinn sykki í snjó,“
muldraði hún.
Svo tókst henni einhvern veginn að
koma sér á fætur. Þá hringdi síminn.
„Halló, er þetta Karen?“ sagði
röddin.
„Já.“
„Er mamma þín þarna? Segðu
henni að hún sé of sein í vinnuna."
Lagt á.
Hún labbar inn í hjónaherbergi, ýtir
við mömmu sinni og segir henni að
hún sé orðin of sein.
Eftir smá-stund springur allt saman.
„Djö...., klukkan er orðin hálf níu
og ég sem átti að vera mætt.“
Hún klæðir sig og brunar út en
gleymir samt ekki að kveikja sér í
sígarettu.
Svo var það pabbinn:
„Andsk...., og ég sem þarf að vera
mættur út á flugvöll eftir kortér.“
Karen glotti bara og labbaði út í
rólegheitum.
„Þeim er nær að fara aldrei að sofa
fyrr en undir morgun."
RINGGGGGG. Síminn hringdi.
Pabbi Karenar svarar.
„Já, komdu sæl. Þetta er hann. Á
morgun? í skólanum? Allt í lagi. Við
komurn bæði. Bless.“
33