Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 34

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 34
AUKAVERÐLAUNASAGA Hann leggur á, alvarlegur á svip. „Hver var þetta?“ spyr mamma. „Þetta var kennarinn hennar Karen- ar. Hún vill að við komum í viðtal á morgun. Ætli það sé eitthvað að?“ segir hann og kveikir á Stöð 2. Sjónvarpið á fullu og allir að horfa. Allt í einu segir pabbi Karenar: „Við fórum að tala við kennarann þinn í dag. Hún heldur að það sé eitthvað að hjá þér. Er það?“ Karen ætlar að fara að svara játandi en þá gerist það. Rafmagnið fer og all verður vitlaust. Pabbi rýkur upp til handa og fóta og fer að fikta í tækinu blótandi og mamma tuðandi í honum um að laga þetta fljótt því að myndin sé svo spennandi. Ekkert gengur. „Við verðum bara að vera án sjón- varpsins í kvöld.“ Svipur þeirra hjúa verður myrkur og fullur vonbrigða. Þögn. Allt í einu virðist eitthvað renna upp fyrir pabbanum. „Heyrðu, hvernig var þetta annars með skólann?“ spurði hann. Það var langt liðið á kvöldið. Frá eldhúsinu barst mikill hávaði, óp og hlátur. Við eldhúsborðið sat fjölskyldan og spilaði Veiðimann. Samtalið um skólann hafði gengið ágætlega en reynt þó mest á Kareni. Það er erfitt að segja frá því sem mað- ur hefur þurft að byrgja í brjósti sér. En nú er allt saman búið. Magaverkur- inn var horfinn og nú var hún loksins búin að létta öllu þessu fargi af sér. Hún hafði sagt sína meiningu og mætt skilningi. Þau töluðu um það sem mætti betur fara og það kom Karenu á óvart að foreldrarnir voru algjörlega sammála því að margt mætti betur fara. Þetta var ekki erfitt, miklu auðveldara en hana hafði grunað. Það var bara að byrja, þá kom það alltaf. Nú leið henni vel og hún sá að þeim leið líka vel. Það eina sem olli henni gremju núna var hve pabbi hennar var fjári montinn þegar hann vann. Þegar klukkan var rétt orðinn 11 hættu þau að spila og allir ruddust inn á klósettið til að bursta tennurnar og undirbúa sig fyrir svefninn. „AHH.“ Karen var í svo góðu skapi að hún flaug hreinlega í rúmið. „Þetta var sko toppurinn,“ sagði hún og kom sér þannig fyrir að hvergi var loftgat milli rúms og sængur og byrjaði að telja kindúr. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.