Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1987, Qupperneq 34

Æskan - 01.01.1987, Qupperneq 34
AUKAVERÐLAUNASAGA Hann leggur á, alvarlegur á svip. „Hver var þetta?“ spyr mamma. „Þetta var kennarinn hennar Karen- ar. Hún vill að við komum í viðtal á morgun. Ætli það sé eitthvað að?“ segir hann og kveikir á Stöð 2. Sjónvarpið á fullu og allir að horfa. Allt í einu segir pabbi Karenar: „Við fórum að tala við kennarann þinn í dag. Hún heldur að það sé eitthvað að hjá þér. Er það?“ Karen ætlar að fara að svara játandi en þá gerist það. Rafmagnið fer og all verður vitlaust. Pabbi rýkur upp til handa og fóta og fer að fikta í tækinu blótandi og mamma tuðandi í honum um að laga þetta fljótt því að myndin sé svo spennandi. Ekkert gengur. „Við verðum bara að vera án sjón- varpsins í kvöld.“ Svipur þeirra hjúa verður myrkur og fullur vonbrigða. Þögn. Allt í einu virðist eitthvað renna upp fyrir pabbanum. „Heyrðu, hvernig var þetta annars með skólann?“ spurði hann. Það var langt liðið á kvöldið. Frá eldhúsinu barst mikill hávaði, óp og hlátur. Við eldhúsborðið sat fjölskyldan og spilaði Veiðimann. Samtalið um skólann hafði gengið ágætlega en reynt þó mest á Kareni. Það er erfitt að segja frá því sem mað- ur hefur þurft að byrgja í brjósti sér. En nú er allt saman búið. Magaverkur- inn var horfinn og nú var hún loksins búin að létta öllu þessu fargi af sér. Hún hafði sagt sína meiningu og mætt skilningi. Þau töluðu um það sem mætti betur fara og það kom Karenu á óvart að foreldrarnir voru algjörlega sammála því að margt mætti betur fara. Þetta var ekki erfitt, miklu auðveldara en hana hafði grunað. Það var bara að byrja, þá kom það alltaf. Nú leið henni vel og hún sá að þeim leið líka vel. Það eina sem olli henni gremju núna var hve pabbi hennar var fjári montinn þegar hann vann. Þegar klukkan var rétt orðinn 11 hættu þau að spila og allir ruddust inn á klósettið til að bursta tennurnar og undirbúa sig fyrir svefninn. „AHH.“ Karen var í svo góðu skapi að hún flaug hreinlega í rúmið. „Þetta var sko toppurinn,“ sagði hún og kom sér þannig fyrir að hvergi var loftgat milli rúms og sængur og byrjaði að telja kindúr. 34

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.