Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1987, Page 38

Æskan - 01.01.1987, Page 38
Vagnalestir 1. Um 1840 hafði byggðin í Norður-Ameríku teygt sig frá Atlants- hafi vestur að Mississippifljóti og þá tóku menn að streyma vestur yfir móðuna miklu til að byggja víðáttuna vestan hennar. Flestir landnema fóru í allstórum hópum til að njóta styrks og stuðnings hver af öðrum og þeir höfðu allir eigur sínar á vögnum svo að úr urðu miklar vagnalestir. Fyrir vagnana var ýmist beitt hestum eða uxum. Mynduðust brátt greinilegar slóðir á helstu leiðum land- nemanna sem oft voru þrjá mánuði á leiðinni. Margvíslegar hættur urðu á vegi þeirra auk erfiðleika af völdum landslags og veðurfars. Kortið hér að ofan sýnir hvernig byggðin hafði teygst vestur á bóginn um 1850. Allt vestan hins skyggða flatar var heimkynni fndíána eða villidýra af ýmsu tagi. En þarna var mikill auður hvers konar svo að dugandi menn sóttust eftir að nema þar land og reisa bú. Þeir þurftu ekki að greiða neitt fyrir nægilegt landrými. 2. Með vagnalestunum fór fólk úr öllum stéttum og þar ægði einnig saman hvers konar þjóðerni. Þar var margt ungra hjóna sem vildu brjóta sér braut í nýju umhverfi þar sem tækifæri voru mýmörg. En þar var líka roskið fólk sem fýsti að byrja nýtt líf í nýju umhverfi. Og eins og gefur að skilja voru þarna innan um ævintýramenn og jafnvel bófar af versta tagi. Það voru einkum tveir staðir þar sem vagnalestir voru búnar til langferða. Annar þessara staða hét í upphafi Westport (Vestur- hlið) en nú heitir hann Kansas City. St. Louis (Hlöðvisborg) var einnig mikil samgöngumiðstöð fyrir þá sem stefndu vestur á bóginn. Á báðum þessum stöðum var mikill fjöldi verslana sem hafði á boðstólum allt sem landnema vanhagaði um. Ein gerð vagna varð fljótlega mjög vinsæl meðal þeirra sem hugðu á langferð. Nefndust þeir Conestogavagnar eftir bæ í Pennsylvaníu- iylki þar sem þeir voru fyrst smíðaðir árið 1725. Voru þeir mjög sterkir og yfirbyggðir eins og nauðsynlegt var þegar farið var langar leiðir í misjöfnu veðri. Vagnar þessir voru hærri til beggja enda en fyrir miðju og þeir voru einnig þannig gerðir að hægt var að nota þá fyrir báta ef þess gerðist þörf. 38

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.