Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1987, Page 53

Æskan - 01.01.1987, Page 53
TIW TIHM IÍ Tína Turner heitir fullu nafni Annie Mae Bullock og er fædd 26. nóvember 1939 í Nutbush 1 Tennessí í Bandaríkjunum. Hún er því í bogmannsmerkinu. Augnalitur hennar er brúnn og háralitur svartur. Hún er 166 sm a hæð. Hún er að hálfu Indíáni og að hálfu Svertingi. Hún varð snemma söngelsk, tók undir með útvarpinu og söng í kirkjukór haptista. Þegar hún var sautján ára fór hún 1 fyrsta skipti með systur sinni í Manhattan- hlúbbinn í Hlöðvisborg (St. Louis), heima- hæ þeirra. Á sviðinu var hljómsveitin Klngs of Rythm. Höfuðpaur hljómsveitarinnar var svart- Ur og lék ýmist á orgel eða gítar. Hann hét fke Turner. Anna Mæja (Annie Mae) var sv° heilluð af honum að hún kom aftur og aftur til að hlusta á hljómsveitina. Hana angaði til að syngja með henni en þar sem Ike valdi aðeins fallegar söngkonur vildi hann ekki leyfa henni að spreyta sig. Annie var nefnilega ekkert sérstaklega lagleg á þessum tíma. Systir hennar, Elín, fékk hins vegar tækifæri til að syngja með hljómsveitinni. Þegar hún steig á sviðið í fyrsta sinn féll henni allur ketill í eld en systir hennar var ekki lengi að koma henni til hjálpar, greip hljóðnemann og byrjaði að syngja. Hún dró ekki af sér og fólkið tók eftir henni. Það leið ekki á löngu þar til henni var boðið fast starf með hljóm- sveitinni. Fljótlega fóru Ike og Annie Mae að vera saman. Hann gaf henni nafnið Tína og það hefur hún verið nefnd æ síðan. Hann fékk hana til að klæðast djörfum klæðnaði úr dýraskinni á sviðinu. Hún átti að vera nokkurs konar frumskógadrottning. Þrjár konur voru ráðnar í hljómsveitina til að syngja bakraddir og sveitin var skýrð „The Ike and Tina Revve“. Um það leyti varð Tína ólétt og þau giftu sig. í byrjun sjöunda áratugarins höfðu þau Ike og Tína ærna ástæðu til að fagna vel- gengni enda þótt þau væru ekki enn komin í fremstu röð tónlistarmanna í Bandaríkj- unum. En þau voru á réttri leið. Árið 1966 valdi Rolling Stones þau sem upphitunar- hljómsveit á tónleikaferð um Evrópu. Tina vakti mesta athygli allra. „Hún var alveg rosaleg,“ segir Mikki Jagger þegar hann rifjar upp þessa tíma. „Hún var alveg rosaleg," heldur hann áfram. „Hún birtist á sviðinu og lét öllum illum látum. Ég heyrði lætin í henni bak- sviðs og undirtektir áhorfenda og velti fyrir mér hvort það væri ekki vitleysa að við kæmum fram á eftir henni.“ 53

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.