Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1989, Page 6

Æskan - 01.02.1989, Page 6
bara í gríni.“ Að sjálfsögðu vöktu afrek Lilju Maríu mikla athygli og margir hafa tekið við hana viðtöl. Meðal annarra Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður Dags á Akureyri. Með leyfi hans tökum við hér orðrétt lýs- ingu Lilju Maríu á keppninni: Batt sundgleraugun saman og synti með þau full af vatni! „Ég byrjaði of hratt í fyrstu greininni, í 100 m skriðsundinu vorum við 14 þannig að það fóru fyrst fram undanúr- slit í tveim riðlum. Eftir undanúrslitin var ég með 3. besta tímann og komst því í úrslit. Þar var rosalega mikil keppni en stelpan, sem var fyrst, var þó nokkuð á undan. Svo biluðu nú sundgleraugun eftir undanúrslitin, slitnaði hjá mér bandið. Það var voða vesen að koma þeim saman. Ég ætlaði að fá lánuð gler- augu hjá einhverjum öðrum en þau dugðu engan veginn. Ég batt mín bara saman og synti í úrslitum með gleraugun full af vatni þannig að ég sá ekki mjög mikið. Þetta hefði getað farið verr, gler- 400 m skriðsundinu. Ég var önnur lengi vel og svo endaði ég í fjórða sæti, einum hundraðasta úr sekúndu á eftir þeirri sem varð þriðja. Ég bætti þó íslandsmet- ið um 16 sekúndur og lét mér það nægja. Við vorum sjö eða átta sem syntum í þessari grein. Næsta grein var 100 m baksund. Þar vorum við sjö sem kepptum. Stelpan, sem lenti í fyrsta sæti, hafði mikla yfir- burði. Hún var átta sekúndum á undan öðru og þriðja sæti. Þar munaði þremur hundruðustu hlutum úr sekúndu að ég næði silfrinu. augun dottið af mér eða eitthvað, en þetta heppnaðist og ég náði þriðja sæt- inu. Bjóst við að lenda í þriðja eða fjórða sæti í 200 m fjórsundinu, síðustu grein- inni, var alveg hörkukeppni. Eftir flug- sundið var ég þriðja og önnur eftir bak- sundið. Svo missti ég niður forskot í bringusundinu, dróst aftur úr í þriðja eða fjórða sæti. í síðasta sprettinum, skriðsundinu, náði ég svo upp ferðinm- Ég ætlaði að bæta fyrir ófarirnar í hinurn greinunum, það munaði alltaf svo litlu, svo að ég ákvað að synda af hörku i skriðsundinu. Þegar ég nálgaðist bakk- ann sá ég stelpuna við hliðina á mér sent varð í öðru sæti en ég hélt þá að hún væn þriðja eða fjórða. Ég bjóst þá við að lenda í þriðja eða fjórða sæti. Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði unnið. Ég sa það á töflu sem var gegnt bakkanum- Nafnið mitt kom fyrst upp. Ég trúði þvl nú varla, hélt að mér hefði missýnst eitt- hvað. Það munaði 21 sekúndubroti a okkur sem urðum í fyrsta og öðru sæti.“ Marglr aðrir stóðu sig velfci - Árangri fatlaðra íþróttamanna hafa nú verið gerð betri skil en fyrir fjórum árum. . . „Já, eftir að við komum heim hefur mikið verið fjallað um þátttöku okkar. Mér flnnst bara ekki nógu gott að mest hefur verið látið með okkur Hauk af þvl að við fengum gullverðlaun. Margir aðrir stóðu sig mjög vel og höfðu lagt geysi' mikið á sig við undirbúning og í keppn- 6ÆSKAM

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.