Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1989, Qupperneq 10

Æskan - 01.02.1989, Qupperneq 10
J ' ~ m i IS hí EKki þrautalaust! Kæri Æskupóstur! Mér frnnst þrautirnar í Æskunni dálítið erfiðar og sumar skil ég ekki. Væri ekki hægt að hafa þær dáhtlu auðveldari og kannski fleiri. Það þarf ekki að veita verðlaun fyrir þær allar. Gaman væri að fá veggmynd af Mikkjáli Jackson! Hvernig dragið þið úr lausnum við þrautum? Verða bréfin, sem þið fáið fyrst, neðst í bunkanum? Frída Ammendrup, Brautarási 15, 110 Reykjavík. Svar: Við reynum að hafa þrautirnar af ýmsu tagi - sumar auðveldar og aðr- ar erfiðar úrlausnar. En við fjölgum þeim ekki frá því sem nú er því að þá getum við ekki haft blaðið eins fjöl- breytt. Dregið er af handahófi og lausnir, sem berast fijótt, eiga jafnmikla möguleika og þœr sem berast seint en samt innan settra tímamarka. Þeirra er ekki getið í blaðinu en við höfum áður tekið fram að þau eru sem nœst mánuði eftir að blaðið með þrautun- um berst lesendum. Við vonum að þér líki veggmynd- Kennaravandamál! Kæra Æska! Ég er í . . .skóla. Kennarinn minn er ömurlega leiðinlegur og fer í taug- arnar á öllum í bekknum. Hvað er hægt að gera við svona leiðinlegan kennara? Hann er svo vitlaus og óþolandi að maður fær taugaáfall. Getur þú gefið mér ráð við þessum asnalega kennara mínum? Marilyn Monroe. Svar (ef svar skal kalla. . .): Reyndu að hœtta taugaáföllum og fáðu alla í bekknum til að vera Ijúfa og góða og þekka og indœla og eftir- tektarsama og skemmtilega. Þá hlýtur kennarinn að draga dám af ykkur. . . Ef þú ert afar Marilyn-leg er hann kannski bara „í kerfi“. Kannski œttir þú að leitast við að vera venjuleg skólastúlka. Beri þetta ekki árangur má auðvit- að rœða við skólastjórann. Ef þetta er ekki hann. . . Jóhann G. Jóhannsson Heill og sæll, Æskupóstur! Ég er í 7. bekk í Eyjafirði og er yfir mig hrifin af Jóhanni G. Jóhannssyni sem lék Júlla í myndinni um Nonna og Manna. Viltu birta einhverja fróð- leiksmola um hann og mynd? Mér finnst hann vera afar sætur en á enga mynd af honum og veit ekkert um hann nema nafnið - ekki einu sinni fullt nafn. Viltu liðsinna mér? H Svar: Þig og fleiri getum við glatt með því að Jóhann Gunnar svarar spurning- um aðdáenda í samnefndum þœtti í þessu blaði. Textar vinsælla laga Æskupóstur góður! Ég er hafnfirsk stúlka og mig lang' ar til að koma með tillögu. Hvernig væri að birta texta vinsælla laga a einni eða tveimur blaðsíðum? Nefna má Smooth Criminal og Þig bara þig- Ég vona að þið gleymið ruslaföt' unni. . . Unnandi tónlistar Svar: Við vísum á Poppþáttinn. Umsjón- armaður hans svarar spurningu 111,1 birtingu texta í þessu tölublaði. Hann er ósKaplega sætur Elsku Æskupóstur! Ég er tíu ára Reykvíkingur afar ákafur aðdáandi Whitneyiar Houston. Getið þið birt heimilisfenS aðdáendaklúbbs hennar? Ég er í Fossvogsskóla og kennarinn minn heitir Stefanía. (Hún er frábær1 Bestu vinkonur mínar heita Anna Dóra og Ragga. Ég á eina vinkonu 1 Svíþjóð. Við skrifumst á. Hún heiúr Hildur. Draumaprinsinn minn er ljóshær^( ur og bláeygur (held ég). Hann knattspyrnu í sumar. Hann er óskap' lega sætur. Ég hitti hann í Bústöðum- Það er bara verst að ég þekki hanfl ekkert. Hann á heima langt frá fflér- Ykkar ástkæra Sigga Sif. Svar: Whitney Houston Press Office, 3 Cavendish Square, London Wl> England. 10 ÆSKAH

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.