Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1989, Side 11

Æskan - 01.02.1989, Side 11
BR05 Æska mín góð! . þakka fyrir ágætt blað en )a nframt biðja um fróðleiksmola um Wjómsveitina BROS, einkum Matt oss. Mér fmnst hann æðislega ^nugaverður. Þið mættuð auðvitað birta eitthvað »gamlar“ stjörnur, svo sem Elvis resley og Marilyn Monroe. j P°kkrar spurningar: • Er Matt Goss ekki aðalsöngvarinn í nl)ómsveitinni? Þr Eann yngri en bróðir hans? • Hvað er Matt gamall? Á hann kær- ustu. f' Þr nokkur von til þess að BROS °nti til íslands. Viljið þið láta vegg- mynd af hljómsveitinni fylgja blað- lniO J Billy Jean Svar: { 7■ tbl. Æskunnar 1988 sögðum við “ itarlega fnf ensgu hljómsveitinni ROS - Lagsbrœðrum. (Bls. 53) Þar ernur fram að Matthew Weston Goss S söngvari hljómsveitarinnar. Þeir u e Damon Goss eru tvíburar en u as skaust í heiminn á undan Þeir eru fœddir 29. septem- ^ Beiðni um veggmynd tökum við til ^“'ulegrar athugunar. Okkur er 1 kunnugt um hvort hann á unn- sS.tu- Ekki hefur frést að hljómsveitin e vcentanleg hingað til lands - en alltafmá vona. . I Bolungarvík. . . ^æra ÆLska! Ég ætla að skrifa nokkrar línur um .e ®8slífið í Bolungarvík af því að þið beðið um landsbyggðarfrétt- piskótek er haldið einu sinni í fyrir krakka í 4., 5. og 6. 6 k °8 þá er alltaf mikið fjör, - að 13 sögðu. . . Félagsmiðstöðin er op- in einu sinni í viku fyrir þennan ald- urshóp. Þar eru spiluð margs konar spil og hlustað á tónlist. Hálfsmánaðarlega er haldið diskó- tek ætlað krökkum í 7., 8. og 9. bekk og félagsmiðstöðin er þeim opin tvisvar í viku að ég held. Hér er hægt að æfa sund, knatt- spyrnu og handknattleik og bráðum verður hnit-námskeið (badmin- ton. . .) fyrir nemendur í 5.-9. bekk. Á staðnum er líka skátafélag. Með kveðju, Ein á Bolungarvík. Tommi Cruise og Gæludýrabúðardrengir Kæra Æska! Ég þakka fyrir gott blað. En það mættu vera fleiri viðtöl eins og við Berglind Rán. Mig langar að biðja um veggmynd af Tom Cruise og heimilisfang hans - og einnig póst- fang aðdáendaklúbbs Pet Shop Boys’. N.Þ.A. Svar: Tom Cruise, CAA 1888 Century Park East, 1400 Los Angeles, CA90067, USA. Pet Shop Boys Fan Club, 20 Manchester Square, London WIA ÍES, England. Bílveltan Kæri Æskupóstur! Fyrir jólin kom dálítið óhapp fyrir okkur mömmu. Við vorum að fara til Borgarness að búa til laufabrauð. Við vorum á bíl. Allt í einu missti mamma stjórn á bílnum og hann valt. Mamma fór upp á veg og gat stöðvað rauðan bíl. Svo kom rúta og hún nam staðar. Það var sími í henni og bíl- stjórinn hringdi í ömmu og sagði frá veltunni. Svo hringdi hann í sjúkra- bíl. Hann var skotfljótur. Fyrst fór- um við öll í sama bílinn en síðan fór ég í annan. Við fórum á Sjúkrahús Akraness. Þar vorum við einn dag en þá kom afi og sótti okkur. Atli Týr Ægisson. Pennavinir Ágæta Æska! Mig langar ákaflega mikið til að skrifast á við útlending, annaðhvort Dana eða Englending, en ég veit ekki hvert ég á að snúa mér. Getur þú að- stoðað mig, kæri Æskupóstur? Þakkir fyrir frábært blað. Gunnhildur. Svar: í pennavinadálki finnur þú nafn á enskum dreng sem þú gœtir skrif- að. . . Fá bréf berast okkur frá Danmörku en svo mörg norsk börn og unglingar senda okkur beiðni um pennavini að við getum ekki birt öll nöfnin. Bréf til þeirra má skrifa á dönsku. . . (Sjá pennavinadálk) Við höfum þó leitað uppi nöfn nokkurra danskra krakka sem óska eftir pennavinum: Pia Rasmussen, Wichmandsvej 45, - og Lone Bille, Vantorevej 49, - báðar 4880 Nysted, Danmark. Þœr eru tólf ára og hafa dálœti á A-Ha og Madonnu. Lars Hansen, Rosenvœnget 9, 4160 Herlufmagle, Danmark. Tólf ára drengur sem vill skrifast á við 11-13 ára stúlkur. Eftirlœti hans eru BROS, Belinda Carlisle og Sandra. í tímaritinu Vi unge, Postbox 128, 2900 Hellerup, Danmark, er penna- vinadálkur. Það kostar tiu danskar krónur að fá nafn sitt og upplýsingar um áhugamál birt t dálkinum (með mynd ef þú vilt. . .) Bréfið á að merkja M0DESTEDET - neðst í vinstra horni. Kæra Æska! Okkur langar til að eignast penna- vini sem eiga heima í Noregi, Dan- mörku eða Svíþjóð. En þeir verða að skrifa á íslensku. Ef einhver veit um krakka í þessum löndum sem vilja skrifast á við íslendinga biðjum við hann að vera svo góðan að skýra okk- ur frá heimilisfanginu. . . Ása og Elsa, Austurgötu 4,190 Vogum. ÆSKAU 11

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.