Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1989, Page 38

Æskan - 01.02.1989, Page 38
Ví SINDA ÞÁT TUR Umsjón: Þór Jakoósson Óson í háloftunum í síðasta þætti minntumst við á lofttegund sem heitir óson. Nú skulum við fræðast meira um þessa lofttegund. Þið áttið ykkur á því, að óson er ósýni- legur hluti af andrúmsloftinu sem umlykur okkur, að vísu bara örlítilll hluti. Samt gegn- ir óson mikilvægu hlutverki fyrir lífið á jörðinni því að óson í háloftum stöðvar og gleypir þá geisla frá sólinni sem gróður og dýr þyldu ekki mikið af - og ekki við menn- irnir heldur. Eftirfarandi grein er eins og síðasti vísindaþáttur unnin úr annarri sem birtist í tímarit- inu „Heilbrigðismál“ og hvatti ritstjóri þess blaðs, Jón- as Ragnarsson, mig til að greina lesendum Æskunnar líka frá lofttegundinni ósoni sem svo mjög er á dagskrá um þessar mundir. Vona ég að a.m.k. elstu lesendum Æsk- unnar finnist ekki grein mín um ósonið of þung aflestrar. Óson í lofthjúpi jarðar Andrúmsloftið er sem kunn- 38 ÆSKAJST ugt er blanda ýmissa loftteg- unda þar sem mest er af köfn- unarefni, rúm 78%, og súr- efni, tæp 21% af rúmmáli þurrlofts. Lofttegundin argon er rúmlega 0,9% og koltvísýr- ingur (C02) 0,03%. Virðist því ekki margt ótalið því að þetta eru hér um bil 100%. Nokkrar tegundir teljast þó með til viðbótar en rúmmál þeirra er sáralítið miðað við fyrrnefndar lofttegundir. Meðal þeirra er óson sem er einungis einn milljónasti hluti úr prósenti. Mikilvægi koltví- sýrings og ósons í veðurfræði felst því vissulega ekki í magni miðað við rúmmál and- rúmsloftsins í heild, heldur eiginleikum þeirra. Óson er aðallega í háloftunum í 20-30 km hæð. Mikilvægi þess felst í viðbrögðum þess eða and- svörum við geislun sólar. Óson var uppgötvað af efnafræðingnum Schönbein árið 1845 eftir margra ára rannsóknir. Þá þegar reyndi hann að færa sönnur á það að óson væri stöðug lofttegund í andrúmslofti. Efnið vakti strax mikinn áhuga vísinda- manna og brutu menn heilann um eðli þess og áhrif, m.a. hugsanlegan þátt þess í út- breiðslu sjúkdóma og farsótta. Á sjötta áratug 19. aldar birt- ust á annað hundrað stuttar og langar greinar um óson. Árið 1865 var endanlega staðfest að óson væri sameind með þremur súrefnisfrum- eindum. Þegar tímar liðu voru gerðar mælingar á ósóni mjög víða og um tíma voru yf- ir 300 stöðvar í gangi og stóðu að mælingunum náttúrufræð- ingar, lyfjafræðingar og lækn- ar. En áhuginn dvínaði þegar fátt nýtt virtist koma upp úr kafinu við frekari rannsóknir og mælingar lögðust niður nema í París. Mælingarnar þaðan reyndust síðar mjög mikilsverðar við rannsókn á langtímasveiflum. Heitið óson er dregið af gríska orðinu „ocein“, að lykta. Lyktin þótti í upphafí sérkennileg. Ósonlykt geta menn fundið þegar útfjólu- blátt ljós úr ljósalampa fer um loftið og myndar örlítið óson. Snemma þóttust menn vita að óson í ríkum mæli væri býsna eitrað. Lofttegundin er blá- leit. Bræðslumark ósons er um það bil mínus 250 gráður á Celsíus og suðumarkið um það bil 110 gráður Celsíus. Það var fyrst um 1930 að mönnum varð ljóst hið marg- þætta hlutverk ósons í loft- hjúpnum. Þá sannaðist við lit- rófsgreiningu að óson væri að mestu á sveimi efst í loft- hjúpnum. Menn komust að því að „þykkt“ þess jafnaðist einungis á við nokkra milh- metra yrði því þjappað saman- Engu að síður gat það gersam- lega gleypt stystu bylgjurnar sem streyma úr geimnum, ekki síst útfjólubláa geisla sól- arinnar. Við gleypingu hinna orkuríku geisla hitnar loftið a staðnum. Virtist hér vera komin skýr- ing á því hvers vegna loftið of- an við 10 til 15 km hæð færi ekki kólnandi upp á við eins og að jafnaði þar fyrir neðan,1 veðrahvolfínu. Ósonið hefði hitað upp heiðhvolfið ofan við veðrahvolfið. Óson hefur verið viðfangs- efni vísindamanna æ síðan og mælingar hafa verið gerðar víða um heim í nokkra ára- tugi, bæði á jörðu niðri eins og hér á íslandi, en einnig úr loftbelgjum og tynglingum (gervihnöttum). Ósonsvejflur Mælingar á ósonmagni gáfu snemma til kynna að skamm- tímasveiflur sem væru háðar gangi lægða og hæða, ættu ser stað. Var því greinilegt, a^ óson getur borist með loft' straumum. Mikil reynsla hef' ur fengist við ákvörðun með ósonmælingum á uppruna loftmassa á hreyfingu, bæði við yfírborð og í háloftunum- Á hinn bóginn valda sveiflur þessar, sem rekja má til hreýf' inga loftmassa, töluverðum erfiðleikum við rannsókn a í kafbáti búnum aiis kyns mæiitækjum á að kanna þetta dýpsta stöðuvatn jarðar. Vatnasvið þess er 500 þúsund ferkíiómetrar, m.ö.o. þær 330 ár sem renna í vatnið ná um landsvæði fimm sinnum stærra en ísland! Vísinda- og ráðamenn eru staðráðnir í að hlífa dýrum við Baikal- vatn fyrir óþverra og lífshættulegum iðnaðarefnum.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.