Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 45

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 45
sem hann á (apa, geitum, slöngu o.fl.) og troðfullu húsi af geimleik- föngum. Hann er sagður hræðast öldrun og kvef allt að því sjúklega. Hvað sem til er í þeim sögum þá hag- ar hann sér oft einkennilega. Þegar vinkona hans og hjálparhella árum saman, Diana Ross, giftist ljóshærð- um Svía fyrir nokkrum árum fauk illa í hann og hann söng níðvísuna >,Diana óþverri“ (Dirty Diana) inn á plötu. ^ 'kkjáll var adeins fimm ára þegar ann hóf að vinna á skemmtunum. - Póstáritun hans er: THE WONDERFUL WORLD OF M. JACKSON, P.O. Box 1804, Encino, California 91426, U.S.A. - Plötulisti Mikkjáls lítur þannig út: Ben, 1972 Got To Be There, 1972 Best of, 1975 Off The Wall, 1979 One Day In Your Life, 1981 Thriller, 1982 Ain‘t No Sunshine, 1982 Bad, 1987 fcPþliólfiÓ U2, Duran Duran, Cure og 5/ h-draumur Kæra Popphólf! Ég er ein af mörgum sem sáu U2- myndina. Mig langar til að vita eitthvað meira um hljómsveitina. Það sem þið haf- ið skrifað um U2 til þessa er ekki svo mik- ið. Erla Ó. Arnardóttir, Hjarðarhaga 26, Reykjavtk. Duran Duran Kæra Popphólf! Getið þið sagt mér fullt nafn og heimil- isfang Bonos, söngvara U2? S.A. Jónsson. Heil og sæl! Mig vantar heimilsfang Duran Duran og upplýsingar um U2, t.d. hvenær U2 var stofnuð o.s.frv. Elín Björt Halldórsdóttir. Kæri Poppþáttur! Getur þú birt plötulista U2 og Cure og sagt frá S/H draumi? Getur þú birt ís- lenska og óþýdda útlenda texta? Tinna, Kópavogi. Svar: Söngvari írsku rokksveitarinnar U2 fæddist 10. maí 1960. Honum var gefið nafnið Páll (Paul) Hewson. Vegna sterkrar söngraddar er hann ætíð kallaður „Radd- sterkur“ (Bono Vox). í gagnfræðaskóla í Dyflinni lenti Bono í slagtogi með trommaranum Larry Mullen, gítarleikar- anum Davíð „The Edge“ Evans og bassa- leikaranum Adam Clayton. Þeir hrifust allir af rokkuðum takt-blús (rythm & blu- es) og hófu feril sinn sem hljómsveit með því að spila lög eftir Rolling Stones o.fl. Pönk-byltingin breska ‘77 hafði gríðarleg áhrif á írska kvartettinn. Þeir fjórmenn- ingar lögðu eftirhermur á hilluna og hófu að flytja eigin rokkmúsík í stíl við pönk og nýrokk. Jafnframt breyttu þeir nafni kvartettsins úr Feedback í Hype og síðan í U2. Nafnið U2 býður upp á orðaleik (U=þú, þið 2=tvö, tveir, tvær, líka). Að auki er nafnið sótt í heiti á bandarískri njósnaflugvél sem Rússar skutu niður yfir Sovétríkjunum fyrir nokkrum áratugum. Þannig vísar nafnið líka til þess að liðs- menn U2 láta sig umhverfið varða. Eng- um stjórnmálafyrirbærum hefur tekist að „eigna“ sér U2 en það er ólíkt flestum pólitískum skemmtikröftum. Þeir eru nefnilega eins og Joan Baez, bandarísk vinkona þeirra, einlægir friðarsinnar. Áhuga sinn á friði blanda þeir trúboði fyr- ir kristni. Friðar- og trúarboðskapur er fyrirferð- armikill í músík og viðtölum U2. Þeir eru ófeimnir við að móðga hverja þá sem þeir telja að brjóti mannréttindi. Þannig gagn- rýna þeir harkalega stríðandi fylkingar kaþólskra og mótmælenda í írlandi, bresk yfirvöld, breska herinn og her Í.R.A., bandaríska herinn í S-Ameríku, sovéska herinn í Afganistan o.s.frv. Boðskap sín- um til áréttingar veifar Bono gjarnan risa- stórum hvítum fána á hljómleikum. „Hvíti liturinn boðar frið og hann tilheyr- ir engu einu ákveðnu fyrirbæri," segir Bono. ÆSKAJST 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.