Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 22

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 22
Er Guð kommúnisti? eftir Þ. Björgu Þorgrímsdóttur, 15 ára. „Elsku Eyi! Við verðum því miður að færa þér þær hræðilegu fréttir að Matta er fárveik, liggur reyndar fyrir dauðanum. Við von- um að þetta fái ekki alltof mikið á þig þar sem þú átt eftir að vera í skólanum tvo mánuði enn. Mamma og pabbi.“ Reyndar var bréfið miklu lengra en þetta var það sem Eyjólfur tók eftir. Hann las þetta aftur til að vera alveg viss. Fyrst brá honum. Svo varð hann óttasleginn en hann varð ekki sorg- mæddur því að hann hugsaði um það þegar hann stríddi Matthildi stóru systur og honum fannst hún eiga það skilið. En svo uppgötvaði hann hvað honum þótti raunverulega vænt um hana og hann varð ekki glaður það sem eftir var af önninni svo að ekki sé meira sagt. Þegar Eyi kom heim á gamalkunna sveitabæinn og var búinn að heilsa hund- inum og foreldrum sínum spurði hann hvort Möttu liði betur. „Hún er dáin,“ sagði mamma hans. „Jarðarförin var í gær.“ Og sumarið leið. Eitt kvöldið óskaði Eyi sér þess að hann fengi að sjá Möttu og snerta einu sinni enn. Svo sofnaði hann. En það sem hann vissi ekki var að heilladís kom inn í herbergið og uppfyllti óskina þegar hann var nýsofnaður. Næsta morgun vaknaði Eyi, klæddi sig og borðaði morgunmat eins og venju- lega. En þegar hann var staðinn upp frá borðum gekk hann eins og í leiðslu út á hlað og út á tún og að hólnum sem í gamla daga (og reyndar enn) var trúað að í byggi huldufólk. „Eyi, hvað ertu að gera? Af hverju ferðu ekki í skó?“ kallaði pabbi á eftir honum. En þegar Eyi svaraði ekki, hristi hann bara höfuðið og fór inn aftur. Eyi gekk upp á hólinn og lyfti fætin- um eins og hann ætlaði að fara upp tröppur og reyndar gerði hann það. Hann gekk upp ósýnilegar tröppur, langt, langt upp í himininn þar til hann var eins og lítill depill að sjá frá jörðu. Þá fyrst uppgötvaði hann hvar hann var. Eitt andartak varð hann skelfingu lost- inn. En hann var sem betur fór ekki loft- hræddur svo að hann hugsaði: „Fyrst ég komst hingað hlýt ég að komast lengra og fyrst ég er ekki þegaf dottinn dett ég varla héðan af.“ Allt í einu gekk hann inn í þoku og það var þéttasta þoka sem hann hafði nokkurn tíma komið í. Hún minnti hann á baunasúpuna hennar Fríðu frænku, lyktin var alltjent sú sama. Hann hafði gengið nokkra stund í þokunni þegaf hann uppgötvaði að þetta var ský. Loksins komst hann upp fyrir skýiu og þá varð stiginn sýnilegur. Eyi fékk næstum hjartaáfall því að stiginn var ekki nema einn metri á breidd. Hann leit nú upp og sá stórt og mikið gullið hlið. Bara hlið, ekkert annað- Hann var kominn til himnaríkis. En hvers vegna? Hann var ekki dauður. Eða hvað? Þegar hann kom að hliðinu varð hann hræddur. Hvernig komst hann hingað? Hvers vegna? Hvað átti hann að gera? Til hvers var hann sendur hingað? Hliðið var að minnsta kosti hundrað metra hátt og grindurnar eins sverar og ljósastaurar. Hliðið var gyllt og það glóði eins og eldur í sólinni. Eyi gægðist milh grindanna. Rétt fyrir ofan hann var stórt skráargat. „Nome?“ heyrðist allt í einu. Röddin var djúp og sterk og næstum reiðileg- Eyi datt nærri því um koll við að heyra hana. Hann leit til hliðar í gegnum hliðið og sá mann sem hann þóttist viss um að væri Lykla-Pétur. „Nome?“ sagði Lykla-Pétur aftur. Eyi horfði skilningsvana á hann. „Aaa. Italiano? Alunno?“ „Ha?“ sagði Eyi. Lykla-Pétur blaðaði í stórri bók- Tautaði eitthvað og sagði svo: „Me dip1' ace, no Ha.“ „Heyrðu, kanntu ekki íslensku?“ „Fyrirgefðu. Því miður er enginn hér1 bókinni sem heitir Ha. Er þetta ekk1 frekar óalgengt nafn?“ „Ég heiti ekki Ha. Ég heiti Eyjólfur' Þú getur kannski sagt mér hvað ég er aö gera hér?“ „Eyjólfur! Þá horfir málið öðruvís1 við,“ sagði Lykla-Pétur og opnaði hliðið- „Komdu með mér. Ég fylgi þér 11 gamlingjans.“ Um leið og Eyi steig inn fyrir hliðið sa hann engi og skóga svo langt sem augað eygði í allar áttir. Leiðin var löng. „Ert þú Lykla-Pétur?“ áræddi Eyi a spyrja eftir mikið sálarstríð. „Ha, ha, ha, ha!“ hló Lykla-Pétur; „Er það það sem þið kallið mig? Ég hei11 22 ÆSKATT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.