Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 16

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 16
Héðinn er fæddur 27. september 1968 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann hefur æft handknattleik frá átta eða níu ára aldri og lék jafnframt knattspyrnu - þar til hann var 14 ára. Þá sneri hann sér óskiptur að handboltanum. Eitt ár lék hann körfuknattleik með Haukum og þá varð hans flokkur í 2. sæti á ís- landsmótinu. „Mér fannst rétt að gera upp á milli greinanna. Það er betra að vera góður í einni grein en miðlungsmaður í þrem- ur. Mér líkaði best í handknattleik og valdi hann.“ - Áttu systkini? Hafa þau líka fetað í fótspor föður síns? „Ég á þrjár systur. Tvær þeirra leika handbolta með FH. Björg er 25 ára og leikur með kvennalandsliðinu - Helga Kristín er 16 ára. Sú yngsta, Sigrún, er sex ára. Hún er því ekki byrjuð enn. . .“ - Hefur móðir þín kannski iðkað handknattleik líka? „Nei, en hún er í stjórn FH og hefur starfað mikið fyrir félagið. Fjölskyldu- lífíð er að heita má helgað FH. Faðir minn sér alla leiki okkar á höfuðborg- arsvæðinu og kvenfólkið flesta.“ „Þetta hefur verið mjög samstilltur hópur. “ - Hvernig vegnaði þeim liðum sem þú lékst með meðan þú fetaðir „upp flokkana“? „Við urðum íslandsmeistarar í 3. flokki, á öðru árinu þar, og síðan bæði árin í 2. flokki - þrisvar í röð. Eftir að ég fór að leika með meistaraflokki höf- um við verið í 2.-3. sæti. Liðið er nú skipað mjög ungum leikmönnum, Þorgils Óttar er elstur, 27 ára! Ég tel að við eigum framtíðina fyrir okkur.“ - Hafa einhverjir í liðinu leikið lengi með þér? „Já, við Óskar Helgason höfum fylgst að frá því í 5. flokki. Bergsveinn markvörður hefur æft með okkur síðan „Þegar ég stökk upp átti ég það til að snúast í loftinu ef við mér var stjakað. í 3. flokki. Hann var áður í Haukum. - Þú hefur eflaust snemma farið að leika með úrvalsliðum? „Ég var að verða 16 ára þegar ég lék fyrst með unglingalandsliði, þá var miðað við 19 ára aldursmark. Síðan hef ég leikið með landsliðum, skipuðum 18 ára og yngri - og 20 ára og yngri. Með þeim hef ég til að mynda leikið í þrem- ur Norðurlandamótum og alþjóðlegu móti í Þýskalandi, gegn Vestur-Þjóð- verjum, Tékkum og Norðmönnum. Við unnum það mót. Ég tók líka þátt í undankeppni heimsmeistaramóts unglinga en missti af úrslitakeppninni. Ég handarbrotnaði hálfum mánuði áður en hún fór fram, í leik á móti Portúgölum í Flugleiðamót- inu í desember 1987. Það var slegið of- an á fingurna á mér og ég var frá keppni í fjórar vikur.“ - Hverjir hafa lengst leikið með þér í unglingalandsliðum? „Bergsveinn, Árni Friðleifsson í Víkingi, Konráð Ólafsson og Sigurður Sveinsson í KR og Júlíus Gunnarsson í Fram.“ 17 ára með A-landsliði - Þú ert yngstur í landsliðinu. . . „Já. Bjarki Sigurðsson er ári eldri og Hrafn Margeirsson tveimur árum.“ - Hvenær lékstu fyrst með því liði? „Á Friðarleikunum í Moskvu í júlí 1986. Ég var að verða 18 ára.“ - Þú varst ekki með á Ólympíuleik- unum. . . „Nei. Ég æfði með 22-manna hópn- um en gat ekki tekið á sem skyldi vegna tognunar í baki. Var eins og hálfgerður varamaður. En það var langt frá því sjálfgert að ég keppti í Kóreu- Sennilega hefði ég ekki verið valinn þ° að ég hefði verið ómeiddur. Margir sterkir og reyndir leikmenn tóku þátt t undirbúningnum. Ef til vill fékk ég tækifæri í Frakklandi af því að Ath Hilmarsson og Páll Ólafsson voru meiddir." - í handknattleik er sífellt verið að skipta um leikmenn - eftir því hvort liðið er í sókn eða vörn. Ert þú sóknar- eða varnarleikmaður? „Með FH leik ég bæði í vörn og sókn en það hefur verið allur gangur á því1 landsliðinu. í úrslitaleiknum í Frakk- landi var ég einungis í vörn. Þjálfarl stjórnar þessu og það fer eftir þvl hverjir eru á leikvelli hverju sinm hvernig hagað er til. Með landsliðinu er ég enn þá varamaður fyrir reyndan „skotmenn“ en ég er - a.m.k. í flest- um leikjum.“ - Var ekki erfitt að taka við af þeim í leik sem mikið var komið undir að þið ynnuð - gegn Vestur-Þjóðverjum? „Við máttum ekki við því að maður væri streittur. Það var ekki um annað að gera en að standa sig.“ - Ertu rólegur eða ákafamaður í ver- unni? „Ég er líklega frekar skapmikill inn1 á velli en maður reynir að róa sig> a.m.k. gagnvart dómurum.“ - Getur þú nefnt mér leik sem þer hefur þótt öðrum skemmtilegri? „Allir leikirnir í Frakklandi voru rosalega skemmtilegir. Sigur í úrslita- leiknum var auðvitað afar sætur og það var gaman að skora mörk þegar mest la 16ÆSKAFT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.