Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 29

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 29
ÚR RÍKI KÁTTÚRUNNAR Umsjón: Óskar Ingimarsson Þessar rendur eru raunar svo áberandi og vel afmarkaðar á efri hluta afturfóta að engu er líkara en dýrið sé í stuttbuxum. . . ^etta skrýtna nafn er komið úr Afr- íkumáli, enda á dýrið, sem ber það, heima í þéttum frumskógum Afríku. Þetta er jórturdýr, skylt gíraffa, þó a® rendurnar á fótum þess minni ögn a sebrahest. Þessar rendur eru raunar svo áberandi og vel afmarkaðar á efri hluta afturfóta að engu er líkara en dýrið sé í stuttbuxum. Ókapinn á sér allmerkilega sögu, ekki síst vegna þess að hann var fyrst Sfeindur sem dýrategund í byrjun Þessarar aldar. Menn höfðu samt vit- að af honum áður. Skömmu eftir !890 sögðu innfæddir menn í tveim- Ur héruðum í Kongó enskum vís- 'udamönnum frá undarlegu dýri sem á stærð við myndarlegan asna. Peir höfðu veitt það og gert sér belti Ur röndóttu skinni þess. En erfitt var að komast í færi við það því að það Var ákaflega styggt og felugjarnt. Næst gerist það að þáverandi land- ^Jóri Breta í Úganda, sir Harry J°hnston, sendir nokkrar skinnpjötl- Ur fil Lundúna. Rákirnar komu ekki Udm við neina þekkta sebrategund en vel gat verið að um nýja tegund Sebradýra væri að ræða. Þó komust ^nn á aðra skoðun þegar Johnston Sendi hauskúpu og heillegra skinn til reska náttúrugripasafnsins. Og á al- Þióðaþingi dýrafræðinga í Berlín 1901 Var fiýrinu lýst nánar og því gefið vís- Uidaheitið Okapia. Síðan voru ókapar fluttir í dýra- Sarða í Evrópu og Ameríku og hefur ^ekist bærilega að fá þá til að auka Par kyn sitt. Fóðrunin hefur verið ^sta vandamálið því að erfitt hefur feynst að ná í blöð þeirra trjátegunda Seiíl dýrin lifa á, einkum að vetrin- uni. Þetta hefur þó verið leyst með framleiðslu á gervifóðri og svo virðist sem ókaparnir hafi vanist því. Ókapar eiga heima á takmörkuðu svæði í Zaire (áður Kongó). Það er um 40.000 ferkílómetrar að stærð og afmarkast af fljótunum Ituri, Uele og Congo. Með tilliti til þess hve dýrin búa þétt er stofninn nokkuð stór eða um 10.000 dýr að því er talið er. Aðallitur ókapa er rauðbrúnn en fætur eru hvítleitir með svörtum þver- röndum eins og minnst hefur verið á hér að framan. Vangar eru hvítir eða gulleitir. Eyrun eru stór, svo og nas- irnar, og snjáldrið nokkuð framteygt. Tungan er löng og mjög hreyfanleg og notuð eins og rani. Halinn er í meðallagi langur með skúf á endan- um. Eins og flest skógardýr er ókapinn einfari utan fengitímans eða þá 2-3 dýr saman, oftast tvö karldýr og eitt kvendýr eða kvendýr með unga eins og sést á myndinni sem fylgir þessari grein. Hún er tekin í Huriskógi í Za- ire. ÆSKAU 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.