Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 46

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 46
eftir Karlínu Hólm Sagan af ömmu sem kom til jaröarinnar Það er kominn nýr og hreinn vetrar- dagur í borginni. Þorratunglið horfið af himninum og sólin tekin að skína. Já, mikið skín hún glatt á alla jarðarbúa í dag. Að minnsta kosti hér á íslandi. Niðri í Laugarneshverfi, nánar tiltekið við Rauðalækinn, stendur hús í snotrum garði. Þetta er fjögurra hæða steinhús, gult að lit. Þarna hafa fuglar himinsins fjölmennt uppi á þakmæni. En niðri í garðinum bjástrar lágvaxin vera, kven- vera. Hún bjástrar við að setja á sig hvít og falleg skíði. Svo virðist sem ferð hennar sé heitið all-langt því að hún vandar vel allan út- búnað sinn. Fer sér hægt og rólega enda orðin aldin að árum. Sennilega sjötíu ára og gott betur. Samt virðist hún líða áfram, svo léttstíg er hún. Fuglarnir steypa sér við og við í hóp- um ofan í garðinn og á svalahandrið hússins. En það truflar þá gömlu ekki vitund. Hún heldur sínu striki út úr garðkrílinu. Enginn asi er á henni. Fugl- arnir fylgja henni áleiðis. Dæmalaust er dagurinn heiður - og bjartur. Hvergi skýhnoðri sjáanlegur. Já, það er ekki að spyrja að því ef viðrar á annað borð vel í febrúar og ekki hafði janúar verið síðri. Þetta er sannkallað útivistarveður. Nokkuð álút og hokin í herðum rennir hún sér sem leið liggur yfir umferðaræð- ar og aðrar ófærur. Framundan er, sem betur fer, allstórt autt svæði. Sennilega tún frá því í gamla daga er hér stóðu bændabýli og stórjarðir. Þetta hugsar sú gamla er hún rennir sér niður brekkur á góðu skíðunum. Hún hafði keypt þau fyrir jólin í Mikla- garði við Sund í síðustu heimsókn þang- að og fengið staðgreiðsluafslátt. En hún er nú líka alltaf svo hagsýn. Þetta borg- aði sig sannarlega, það sér hún nú. Henni þykir þetta skemmtileg iðja. Það reynist vera hörkuskíðafæri. Um- hverfið er dásamlegt hvert sem litið er. Hvenær höfðu öll þessi hús sprottið þarna í hverfinu? Rétt eins og gorkúlur á haug. Hún hafði tæpast veitt þeim at- hygli vegna anna daganna fyrr en þá nú í 46 ÆSKALT þessari dæmalausu veðurblíðu. Þetta voru allt ágætis hús. Það vantaði ekki, alltaf var verið að byggja. Nei, sjáið þetta reisulega hús þarna, blámálað í þokkabót! Alveg eins og him- inblámi dagsins. Hún nálgaðist nú óð- fluga áfangastað sinn: Skólabyggingu eina stóra og stílhreina. Þarna inni áttu barnabörnin hennar að vera að læra af miklum móði. Innan um alla hina krakk- ana. Þetta var einn af þessum nútímaskól- um er kenna strákum það sama og stelp- um: að sauma og matbúa, smíða og að koma kurteislega fram og fyrir sig orði. Stúlkurnar lærðu þarna þrekraunir til jafns við drengi. Þetta var ekki skóli af lakari gerðinni. Það vissi hún. Eitthvað annað en farskólinn hennar í sveitinni forðum þó að hann væri annars ágætur, svo langt sem það náði. Mikið hafði útiveran hresst hana og nú var hugsunin líka skýrari en fyrr. Margt flýgur um hugann en stundum hættir hún að hugsa og hlustar einungis á fugl- ana syngja þessum nýja degi ljóðin sín. Það er eitthvað svo hreint og ofureinfalt við sönginn þeirra. En nú kemur smá vandamál upp. Hvar ætti hún að geyma skíðin á meðan hún liti inn fyrir? Liti inn í allar stóru, björtu stofurnar? En þarna kemur hún auga á tilvalið skot við bakinngang' inn. . . Þarna geta skíðin staðið án þesS að verða fyrir neinu hnjaski, ályktar hún. Hún ætlar að stansa stundarkorn. Og inn gengur hún. Nú blasir dýrðin við. Hvílík salar- kynni. . . Hún hristir af sér í anddyrinu og virðir á meðan fyrir sér styttur og önnur listaverk. Þetta var alveg ótrúlegt, ótrúlegt. Hér hefur fólkið hreint ekki setið auðum höndum. Og þarna sat svartur og hvítur köttur i gluggakistunni og gerði sig heimakom- inn. Eins fallegt að hann komist ekki um hurð, í fuglahópinn hennar úti fyrir. Gamla konan er ekki skaplaus og nu kemur það berlega í ljós. Og þó að hun sé ekki þekkkt fyrir annað en gæsku j garð manna og málleysingja þá er henm meinilla við ketti. . . En hvað er hún að hugsa? Ekki er hún hingað komin til að vera viðstödd fund hjá katta- eða hunda- vinafélaginu, o sei sei nei. Hún ætlar að hitta börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.