Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 38

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 38
„Við erum allir söngvarar og höfum alltaf verið!" fullyrða Qreifamirí spjalli við Qeirþrúði Quttormsdóttur og Sigríði Stefánsdóttur. í dæmigerðum samtalsþætti í ljós- vakamiðli yrðu Greifarnir sennilega kynntir þannig: „Hljómsveitina Greifana þarf ekki að kynna fyrir hlustendum.“ Síðan væru helstu afrek Greifanna talin upp: „Þeir sigruðu í Músíktilraunum Tónabæjar 1986. í kjölfarið voru þeir valdir sem aðal skrautfjöður í dagskrá Bindindismótsins í Galtalækjarskógi, einnar fjölmennustu útihátíðar um verslunarmannahelgi. Þeir gerðu hljómplötusamning við Steina hf. og nokkur lög þeirra urðu meðal hinna vinsælustu á því ári, m.a. Útihátið. Um haustið skemmtu Greifarnir á „rokkhátíð ársins“, afmælishljóm- leikum Reykjavíkurborgar á Arnar- hóli, ásamt Stuðmönnum, Bubba Morthens og MX-21 - og fleirum. Hátt í 10.000 manns fylgdust með hljómleikunum á staðnum og sam- tímis voru þeir sýndir í sjónvarpi. Sjaldgæft er að þeim sem svo mikla athygli vekja þegar í stað haldist lengi á vinsældum. Greifunum hefur þó tekist að halda stöðu sinni sem ein tveggja eða þriggja vinsælustu popp- hljómsveitanna þau þrjú ár sem liðin eru frá því að Greifa-ævintýrið hófst.“ Af þeim sökum hlotnast liðsmönn- um Greifanna sá fágæti heiður að mæta öðru sinni í viðtal hjá Æsk- unni. Að þessu sinni ræða Geirþrúð- ur Guttormsdóttir og Sigríður Stef- ánsdóttir við kvartett ljúfmenna, Greifana. - Lögðuð þið stund á hljóðfæra- nám sem börn? „Bjössi lærði á gítar og blokkflautu í þrjú ár. Jón Ingi lærði ári skemur á píanó og blokkflautu. Viddi lærði á Greifarnir - og Feiix Bergsson. píanó í 5-6 ár. Að auki vorum við all- ir í barnaskóla-hljómsveitum.“ - Hvers vegna er hljómsveitin kölluð Greifarnir? „Við vorum að leita að íslensku nafni og þetta hrökk upp úr Vidda. Við höfðum velt fyrir okkur hundr- uðum nafna þegar þetta kom til sög- unnar. Okkur þótti það æðislega gott. Við gripum það glóðvolgt og borðuðum það grænt!“ - Hvar varð hljómsveitin til? „Eiginlega bæði í stofunni hjá Jóni Inga og herberginu hans Bjössa.“ - Hvaða Greifa-lög eruð þið ánægðastir með? „Þau heita Ást, Nótt og Frostrós.“ - Hver er eftirlætishljómsveit ykk- ar? „Jón Ingi og Viddi eiga eftirlætis- Ljósm.: Heimir ÓskarssoP hljómsveit. Hún heitir Blúsbræður og er ekki mjög þekkt.“ - Greifarnir eru kenndir við Husa' vík. Eruð þið allir fæddir þar? „Nei, bara Jón Ingi og Viddi- Bjössi og Gunni fæddust í Reykja' vík.“ - Um tíma söng leikarinn Feú* Bergsson með Greifunum. Hver)u breytti brottför hans? „Ekki meiru en svo að við gátuiu haldið áfram eins og ekkert hefði 1 skorist. Við erum nefnilega söngvarar og höfum alltaf verið! Vi ætlum því ekki að fá okkur ný)arl söngvara.“ - Hvað er á döfinni? Ný plata? „Við erum að vinna við gerð pF11^ Það verður alvöru-hljómplata, 1 laga.“ 38 ÆSKAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.