Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1989, Qupperneq 38

Æskan - 01.03.1989, Qupperneq 38
„Við erum allir söngvarar og höfum alltaf verið!" fullyrða Qreifamirí spjalli við Qeirþrúði Quttormsdóttur og Sigríði Stefánsdóttur. í dæmigerðum samtalsþætti í ljós- vakamiðli yrðu Greifarnir sennilega kynntir þannig: „Hljómsveitina Greifana þarf ekki að kynna fyrir hlustendum.“ Síðan væru helstu afrek Greifanna talin upp: „Þeir sigruðu í Músíktilraunum Tónabæjar 1986. í kjölfarið voru þeir valdir sem aðal skrautfjöður í dagskrá Bindindismótsins í Galtalækjarskógi, einnar fjölmennustu útihátíðar um verslunarmannahelgi. Þeir gerðu hljómplötusamning við Steina hf. og nokkur lög þeirra urðu meðal hinna vinsælustu á því ári, m.a. Útihátið. Um haustið skemmtu Greifarnir á „rokkhátíð ársins“, afmælishljóm- leikum Reykjavíkurborgar á Arnar- hóli, ásamt Stuðmönnum, Bubba Morthens og MX-21 - og fleirum. Hátt í 10.000 manns fylgdust með hljómleikunum á staðnum og sam- tímis voru þeir sýndir í sjónvarpi. Sjaldgæft er að þeim sem svo mikla athygli vekja þegar í stað haldist lengi á vinsældum. Greifunum hefur þó tekist að halda stöðu sinni sem ein tveggja eða þriggja vinsælustu popp- hljómsveitanna þau þrjú ár sem liðin eru frá því að Greifa-ævintýrið hófst.“ Af þeim sökum hlotnast liðsmönn- um Greifanna sá fágæti heiður að mæta öðru sinni í viðtal hjá Æsk- unni. Að þessu sinni ræða Geirþrúð- ur Guttormsdóttir og Sigríður Stef- ánsdóttir við kvartett ljúfmenna, Greifana. - Lögðuð þið stund á hljóðfæra- nám sem börn? „Bjössi lærði á gítar og blokkflautu í þrjú ár. Jón Ingi lærði ári skemur á píanó og blokkflautu. Viddi lærði á Greifarnir - og Feiix Bergsson. píanó í 5-6 ár. Að auki vorum við all- ir í barnaskóla-hljómsveitum.“ - Hvers vegna er hljómsveitin kölluð Greifarnir? „Við vorum að leita að íslensku nafni og þetta hrökk upp úr Vidda. Við höfðum velt fyrir okkur hundr- uðum nafna þegar þetta kom til sög- unnar. Okkur þótti það æðislega gott. Við gripum það glóðvolgt og borðuðum það grænt!“ - Hvar varð hljómsveitin til? „Eiginlega bæði í stofunni hjá Jóni Inga og herberginu hans Bjössa.“ - Hvaða Greifa-lög eruð þið ánægðastir með? „Þau heita Ást, Nótt og Frostrós.“ - Hver er eftirlætishljómsveit ykk- ar? „Jón Ingi og Viddi eiga eftirlætis- Ljósm.: Heimir ÓskarssoP hljómsveit. Hún heitir Blúsbræður og er ekki mjög þekkt.“ - Greifarnir eru kenndir við Husa' vík. Eruð þið allir fæddir þar? „Nei, bara Jón Ingi og Viddi- Bjössi og Gunni fæddust í Reykja' vík.“ - Um tíma söng leikarinn Feú* Bergsson með Greifunum. Hver)u breytti brottför hans? „Ekki meiru en svo að við gátuiu haldið áfram eins og ekkert hefði 1 skorist. Við erum nefnilega söngvarar og höfum alltaf verið! Vi ætlum því ekki að fá okkur ný)arl söngvara.“ - Hvað er á döfinni? Ný plata? „Við erum að vinna við gerð pF11^ Það verður alvöru-hljómplata, 1 laga.“ 38 ÆSKAH

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.