Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 8
Það var að koma vor
í Grænaskógi.
Tröllabörnin voru
orðin þreytt á skólanum.
Og kennararnir
voru líka þreyttir
á tröllabörnunum.
Teikningar:
Míu ára börn í
Grundaskóla á
Akranesi
‘i'*: w:
> C,
K?
:
l
. CJ
r'
Framhaldssaga eftir
Kristínu Steinsdóttur
Sólin skein glatt
upp á hvern dag
og skógurinn var að grænka
og snjórinn að hverfa.
Tröllin voru
afskaplega óþæg
í tímum.
Tröllapabbi var
alveg að gefast upp.
Tröllin létu illa í skólanum
og tröllabörnin hans,
þau Tóti, Tumi, Títa, Tolli,
Tala, Todda, Tófa,
Tommi og Tyrfingur,
létu líka illa heima.
Eini ljósgeislinn
var Tómasína litla.
Hún var bara ekki
eins og önnur tröll.
Tröllabörnin sögðu
að hún væri leiðinleg
af því að hún vildi ekki
slást og láta illa.
Hún nennti því ekki
og henni fannst það
ekkert gaman.
- Mér finnst ekki
að öll tröll þurfi
að láta illa,
sagði hún bara
þegar hin tröllin
vildu fá hana
til að vera með
í prakkara-strikum.
Svo fór hún út
að leita að blómum.
Hún var hugfangin af blómum
og fallegum litum.
Einu sinni sem oftar
þegar hún var úti við
að skoða blómin
hitti hún lítinn álfa-strák.
og klappaði honum.
- Neeeeiiiii, svaraði Skotti
og skalf enn meira.
- Ertu kannski veikur?
Tómasína skoðaði Skotta
hátt og lágt
og þreifaði
Hann hét Skotti.
Skotti sat uppi í tré
og þorði ekki niður
því að Rebbi beið
undir trénu
og ætlaði að hrekkja hann.
Rebbi flýði
þegar hann sá Tómasínu
því að hann er dauð-hræddur
við tröll,
meira að segja
litlar tröllastelpur,
eins og allir vita.
En Rebbi vissi ekki
hvað Tómasína
var góð tröllastelpa.
Skotti var ægilega hræddur
þegar Tómasína
tók hann í lófann
og lyfti honum
niður úr trénu.
Hann skalf og nötraði.
Er þér svona kalt,
auminginn? spurði Tómasína
8 ÆSKAJST