Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1990, Qupperneq 24

Æskan - 01.04.1990, Qupperneq 24
Á ferð með Lata Skjóna eftir Kristínu Steinsdóttur. Selma og Heiða eru búnar að vera í heilan mánuð austur á Egilsstöðum. Þar er alltaf sól! Þær eru sólbrúnar og hraustlegar, ganga berfættar í stuttbuxum og fara á hverjum degi í sund með ömmu. En nú vilja pabbi og mamma fá þær heim til Reykjavíkur. Þau eru flutt í nýja húsið og sakna stelpnanna svo ógurlega mikið. Heiða harðneitar að fljúga, segist bara muni kasta upp eins og síðast. Selmu langar til að fara með flugvél en afi og amma ætla líka að fara með og aka alla leið til Reykjavíkur. Þau eiga gamlan jeppa sem amma kallar Lata Skjóna. Lati Skjóni er stór en samt er hann næstum fullur þegar þau eru búin að troða öllum farangrinum inn í hann. Þau fara snemma að sofa til að geta vaknað eldsnemma næsta morgun. Stelpurnar eru ægilega syfjaðar. Þær geta varla borðað og alls ekki greitt sér. Það er líka varla kominn dagur þótt sólin sé farin að skína. Fáir eru á ferli svona snemma nema fuglarnir sem syngja. Þeir eru alls ekki syfjaðir! Stelpurnar sitja í aftursætinu. Amma breiðir teppi ofan á þær og þær stinga böngsunum sínum undir kinn. Svo reyna þær að sofna. En Lati Skjóni hossast svo mikið að þær vakna alltaf aftur. Amma er með nesti. I hádeginu setjast þau niður í gömlum húsatóftum á heiðinn> þar sem einu sinni var sveitabær. Afi segir þeim langa sögu af því hvernig var að búa í slíkum bæjum. Afi veit allt um það, því að pabbi hans og mamma bjuggu í torfbæ. - Ertu svona ægilega gamall, afi minn? spyr Heiða og horfir rannsakandi á afa. - Asni ertu! Afi er ekkert gamall, segir Selma móðguð. Hún klappar afa sínum á lseriÖ eins og til að róa hann. Afi hlær og segist ekki vera eldri en amma! - Ægilega er þetta gott brauð! segir Selma með fullan munninn. Og það er satt; brauðið hennar ömmu er ótrúlega gott í dag, miklu betra en í gær. - Það er af því að við borðum úti, segir amma glöö. Hún brosir og hlær. Amma er alltaf glöð þegar einhver borðar vel. Afi bendir á hóla og stóra steina. Þar segir hann að búi álfar og huldufólk. - Vertu nú ekki að hræða stelpurnar, segir amma alvarleg. - Við erum ekkert hræddar, amma mín, segir Selma og horfir spennt á afa sinn. - Sjáið þið stóra steininn þarna? spyr afi og bendir á stóran, gráan stein. Þetta er sennilega álfakirkja, heldur hann áfram. Stelpurnar ganga upp að 24 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.