Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 21
snemma næsta morgun með Flugfélagi
Júgóslavíu, hörmulegu flugfélagi.
Þorsteinn: Það var ekkert að borða i
flugvélinni nema einhverjar sjálfdauðar
rollur og ekki til neinir gosdrykkir nema
Sigga: Við höfðum ekkert sofið i einn og
hálfan sólarhring...
sódavatn. Eins og þið vitið er Kolbeinn
kafteinn ekki mjög hrifinn af sódavatni og n
þar sem ég er mikill Tinnaaðdáandi get ég
ekki drukkið sódavatn. Ég varð því að
drekka mjólk á leiðinni heim.
Vilja McDonalds
hamborgara til Islands
Grétar: Við millilentum í London og
gátum skoðað borgina og borðuðum á
veitingastað Makkdónalds (McDonalds).
hað er heimskulegt að það skuli ekki vera
til slíkur staður á íslandi. Við mótmælum
því öll! Við viljum láta setja á laggirnar
nefnd sem vinnur að því að fá Makkdón-
alds inn í landið. Helst Makkdónalds ráðu-
neyti! Þar verður Þorsteinn auðvitað í for-
svari. Við viljum að þetta komi fram í
greininni þar sem Makkdónalds er komið
til Sovétríkjanna.
Þorsteinn: Við höfum áhyggjur af
þessu.
Sigga: Svo fórum við heim um kvöldið
°g komum til íslands seint og síðar meir,
einhvern tíma eftir miðnætti.
Þorsteinn: Þá kom margt fólk og henti í
okkur blómum. Það hélt að við værum
ekki með nógan farangur!
Sigga: Við höfðum ekkert sofið í einn
og hálfan sólarhring þegar við komum
heim!
Þorsteinn: Þá höfðum við verið í Evró-
sjón, á diskóteki, á flugvellinum í ,
Júgóslavíu, á flugvellinum í London, niðri í
bæ í London, á leiðinni heim og síðan
þurftum við líka að fara að bera blóm! Þá
fórum við alveg niður á torg...!
- Sigga og Grétar, hvernig finnst ykkur
að vinna með strákunum?
Grétar: Það er ekki hægt að lýsa því í
stuttu máli. Það er nefnilega svo margflók-
ið að vinna saman í hópi. Þetta er eins og
fjölskylda. Það skiptast á skin og skúrir.
Það koma upp alls konar aðstæður. Yfirleitt
hefur samstarfið gengið mjög vel. Það virð-
ast allir innan hópsins skilja tilgang þessar-
ar hljómsveitar. Þorsteinn er til dæmis mik-
ið Ijúfmenni.
Sigga: Hann er fyndinn og mikill
brandarakarl. Hann hefur líka sérstætt and-
lit; þið sjáið það alveg! Þetta eru allt ágætis
grey, ungir strákar og við Grétar erum eins
og mamman og pabbinn!
Einar Bragi: Það væri fljótlegra að nefna þá
staði sem við spiiuðum ekki á ...
Grétar: Jónsi er svolítið hlédrægur og
Einar er grallari. Það er gott að vinna með
þessum drengjum.
- Hvernig móttökur fenguð þið þegar þið
komuó frá Júgóslavfu?
Sigga: Sjónvarpið tók á móti okkur og
útvarpsstjórinn sjálfur. Við fengum blóm og
það var haldin smá ræða fyrir okkur.
Einnig var fólk frá öðrum útvarpsstöðvum
úti á flugvelli, blaðamenn og Ijósmyndarar.
Eiður: Svo var haldið hóf í Húsi versl-
unarinnar daginn eftir.
Sigga: Viðtökurnar voru mjög góðar.
- Hvernig var á 17. júni?
Sigga: Við komum fram í Hafnarfirði og
svo var „eftirhermukeppni" niðri í bæ í
Reykjavík. Þar kepptu tuttugu krakkar um
það hverjir þeirra líktust okkur Grétari
mest. Við lékum aftur í Lækjargötu um
kvöldið.
' Þorsteinn: Þarna kom berlega í Ijós
< k hvað tæknin getur verið erfið viðfangs. Það
voru ytri þættir sem ollu því að öllu seink-
aði hjá okkur. Tæknimaðurinn okkar knái
misskildi eitthvað og hélt að skemmtunin
ætti að fara fram í Hafnarfirði. Hann fór
því til Hafnarfjarðar með öll tækin. Þegar
enginn úr Stjórninni var kominn til Hafnar-
l
fjarðar og hann var orðinn einmana þar
áttaði hann sig á því að skemmtunin ætti
líklega að fara fram annars staðar.
Sigga: En þetta hafðist nú allt. Og í
Lækjargötunni fengum við afhenta gull-
plötuna okkar.
Eiður: Gull og ekki gull. Þetta var silf-
urlituð gullplata.
t Öðruvísi að spila úti á
landi en í Reykjavík
- Hvernig var hringferðin í kringum landió?
Eiður: Þetta er þriðja sumarið sem við
förum í hringferð. Flestar hljómsveitir fara
l ■ slíkar tónleikaferðir á hverju sumri.
Þorsteinn: Já, fólk úti á landi verður að
lyfta sér upp og eyða peningunum sínum
og þá komum við inn í spilið!
1* Einar Bragi: Við spiluðum um allt land
á öllum helstu stöðunum. Það væri fljót-
legra að nefna þá staði sem við spiluðum
ekki á. Reyndar spiluðum við ekki á ísa-
firði og ekki á Þórshöfn á Langanesi.
Eiður: Það má geta þess fyrir Þórshafn-
arbúa að þeir geta verið ánægðir með það
að tveir af sex f Stjórninni eiga ættir sínar
að rekja þangað. Það er ótrúlega hátt hlut-
fall miðað við að þar búa aðeins nokkur
hundruð manns. Það eru jafnmargir ættað-
Eiður: Gull og ekki gull. Þetta var
silfurlituð gullplata.
ÆSKAN 21