Æskan - 01.05.1992, Page 3
Barnablaóiö Æskan — 5- tbl. 1992. 93. árgangur.
KÆRI LESANDI!
ÞÆTTIR
22, 52 Æskupóstur
26 Poppþátturinn
40 Aðdáendum svarað
— Sigurður Sveinsson
50 Skátaþáttur
54 Æskuvandi
56 Frímerkjaþáttur
59 Spilaklúbbur Æskunnar
VEGGMYNDIR
María Rún Hafliðadóttir,
feguröardrottning íslands 1992
Á forsíðu og í viðtali í 3. tbl. 1992 var farið rangt með nafn Guðmars Þórs Péturssonar - ritað Svanir
var Páll í stað Þórs. Guðmar Þór er beðinn afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Sigurður Sveinsson svarar addáendum - bls. 40
ÝMISLEGT
6 Óli og Sáli
12 Verðlaunahafar í
áskrifendagetraun
13 Stjörnukrossgáta Æskunnar
21 Gömul dæmisaga
24, 25, 42, 43 Þrautir
37 Skrýtlur
39 Spaugsömu dýrin
44 Pennavinir
47 Getraunin Heil á húfi
58 Viðsafnarar
60 Frá lesendum
62 Verðlaunahafar og lausnir
Hefur þú heyrt að krakkar séu hjálm-fríðir?
Líklega ekki. En eflaust sérðu marga hressa
og hjálm-fríða krakka á hjólum þessa dag-
ana. Kannski ert þú í þeirra hópi.
í þættinum, Heil á húfi, nefnir Sigurður
Helgason, fulltrúi hjá Umferðarráði, ýmis-
legt sem hafa þarf í huga í umferðinni. Til
að mynda að nota hjálm þegar hjólað er.
Hann segir þar, sem satt er, að hjálmarnir
geti verið léttir og þægilegir og þar að auki
mjög fallegir. Það minnir mig á brot úr lít-
illi sögu. Sex ára telpa segir frá:
„Mamma heitir Hjálmfríður. En hún vill helst
ekki heita það. Allir eiga að kalla hana Fríðu.
Nema við Jói, auðvitað. Við segjum bara
mamma. Pabbi segir stundum mamma litla
eða fríðasta mamman hún Fríða. Þá segir
hún:
„Láttu ekki svona, rnaðurl"
Samt verður hún ekki reið.
Lárus frændi vill fá að taka mynd af
mömmu með hjálm á höfðinu. Hann ætlar
VIÐTÖL 0G GREINAR
4 Tívolí — Tívolí — Tívolí-í-í!
- heimsókn í breytt og bætt Tívolí í
Hveragerði.
8 „Það eiga allirað vera sjálfstæðir..."
- segir María Rún fegurðar
drottning íslands 1992.
18 Uppfinningakeppnin
19 Heil á húfi: Börnin og umferðin
20 „íþróttirnar í fyrsta sæti“
- segja Bergur Már og Halldór
Jóhann á Akureyri.
46 „Gaman í unglingavinnunni"
- rabbað við Þóru og Einar á
Egilsstöðum.
SÖGUR
16 Svarti ormurinn og rauða rósin
38 Að lifa í sátt
45 Rympa týnist
48 Söknuður
60 Gróskumikill grasflötur
TEIKNIMYNDASÖGUR
7 Reynir ráðagóði
14 Björn Sveinn og Refsteinn
29 Að vera til friðs
35 Ósýnilegi þjófurinn
að láta myndina í blöðin og skrifa með:
„Þetta er hún Hjálmfríður. Sjáið hvað hún
er fríð með hjálminn! Allir krakkar geta orð-
ið hjálm-fríðir. Hjólið með hjálm!““
Ég veit að þú gætir vel að þér í umferðinni.
Þjóðhátíðardagur fslendinga nálgast. 17.
júní. Þá fögnum við því að stofnað var lýð-
veldi á íslandi þann dag árið 1944. Við höfð-
um verið í konungssambandi við Dani en
sjálfstætt og fullvalda ríki frá því 1. desem-
ber 1918. Frá 1944 hefur íslenskur forseti
verið þjóðhöfðingi lands okkar.
Á þjóðhátíðardegi rifjum við upp að við eig-
um skyldum að gegna við land og þjóð: Að
reynast dugandi fólk - að ganga varlega
um og sýna virðingu mönnum, dýrum og
gróðri, öllu sem lifir og hrærist.
Gleðilega þjóðhátíð!
Karl Helgason.
Skrifstofa er að Eiríksgötu 5, 3. hæð • Sími ritstjóra er 10248; á afgreiðslu blaðsins 17336; á skrifstofu
17594 • Áskriftargjald fyrir 1.-5. tölublað 1992:1970 kr. • Gjalddagi er 1. mars • Áskriftartímabil miðast
viðhálftár • Lausasala: 450 kr. • Póstáritun: Æskan, pósthólf 523,121 Reykjavík • 6. tbl. kemurút S.ágúst*
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Helgason, hs. 76717 • Framkvæmdastjóri Guðlaugur Fr. Sigmundsson • Teikn-
ingar: Búi Kristjánsson • Útlit, umbrot, litgreiningar og filmuvinna: Offsetþjónustan hf. • Prentun og bókband:
Prentsmiðjan Oddi hf. • Útgefandi erStórstúka íslands I.O.G.T. • Æskan kom fyrst út 5. október 1897
EFNISYFIRLIT
Forsíðumyndin er tekin íTívolíinu í Hveragerði. Ljósmynd: Odd Stefán.
Æ S K A N 3