Æskan - 01.05.1992, Qupperneq 9
„Árið eltir að ég lák
þátt í Elite-
keppnirtni var ég
áhoríandi á
keppninni og þar
var eigandinn að
velja sigurveg-
arann. Hann sá mig
þar og bauð mér
samning. “
IKLU MEIRI AGI
í SKÓLUM í
LÚXEMBORG
EN HÉR
-Hvar dvelst þú þegar þú ert
þar?
„Hjá íslenskum vinkonum mín-
um sem eiga heima þar. Þær áttu
einnig heima þar á sama tíma og
ég.“
- Er námið og skólakerfið
öðruvísi þar en hér?
„Já, allt öðruvísi. Þar er miklu
meiri agi en hér. Mér finnst íslensk
börn ekki vera nógu öguð, ekki bera
mikla virðingu fyrir fullorðnum. í
Lúxemborg á maður að þéra kennar-
ann sinn og ókunnugt fólk ávarpar
maður ekki með fornafni heldur ætt-
arnafni."
- Eru öðruvísi venjur og siðir
þar en hér?
„Já, íslendingar eru kumpánlegri.
Þegar maður fer út í búð hér þekkir
maður kaupmanninn og segir: „Halló
..." En þar segir maður: „Góðan dag-
inn herra...“ Það er miklu ópersónu-
legra heldur en hér. En fólk er ekki
endilega ókunnugt hvort öðru. Þetta
er ekki mjög stórt land, um 300.000
íbúar, og fólk af svipuðum aldurs-
hópi þekkist en það þekkja ekki all-
iralla."
fara þau að læra og ef þau fá ekki 9
eða 10 á prófum mætti halda að him-
inn og jörð væru að farast! Einnig er
mikið um að krakkar séu látnir skrifa
. margar blaðsíður í hegningarskyni,
til dæmis fyrir að tala í bekknum eða
kannski fyrir að missa bók á gólfið!
Þá gæta þeir þess auðvitað að gera
hlutina ekki aftur. En þetta er of
strangt. Á íslandi er allt miklu frjáls-
ara. Þegar ég byrjaði í skóla hér
fannst mér ég vera komin í sumar-
frí! Það var allt miklu auðveldara hér.
Ég vartil dæmis komin miklu lengra
í stærðfræði en jafnaldrar mínir hér.
Það er ætlast til miklu meira af
krökkum í Lúxemborg. Það mætti
finna milliveg milli uppeldis þar og
hér.“
- Hver finnst þér vera helsti
munurinn á Lúxemborg og ís-
landi?
„Það er munur á fólkinu, íslend-
ingar eru skemmtilegri. Lífskjör fólks
eru öðruvísi og áhyggjur manna eru
meiri á íslandi."
- Hver finnst þér vera helsti
kosturinn við Lúxemborg?
„Veðrið þar er mjög gott, það er
heitt á sumrin og ekki mjög kalt á
veturna og ekki mikill snjór. Þetta er
afar fallegt land, mjög lítið og þétt-
býlt. Borgin er falleg og þar er mik-
ið af trjárn."
Á MÆTTI HALDA
AÐ HIMINN OG
JÖRÐ VÆRU AÐ
FARAST!!
En er uppeldið öðruvísi þar?
„Já, allt öðruvísi. Uppeldið er
mjög strangt á heimilunum í Lúx-
emborg, kannski of strangt. Um leið
og börnin koma heim úr skólanum
VINKONURNAR
ÁKVÁÐU AÐ
TAKA ÞÁTT í
FEGURÐARSAM-
KEPPNINNI
En við snúum okkur að öðru efni
í bili og ég spyr hana hvernig það
hafi komið til að hún tók þátt í keppn-
inni um titilinn Ungfrú Reykjavík:
Æ S K A N 9