Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1992, Page 21

Æskan - 01.05.1992, Page 21
MYNDBÖNDIN HEILLA LÍTIÐ - Hefur myndbandabyltingin gagntekið ykkur eins og suma unglinga? Bergur: Ekki vil ég segja það. Ég horfi aðeins á eina mynd í mánuði. Það er allt og sumt. Halldór: Ég segi það sama, horfi aðeins á eina mynd í mánuði. Við förum hins vegar stundum á kvik- myndasýningar hérna. Kosturinn við þær er sá að þar hittir maður aðra krakka og nýtur myndanna með þeim. - Hvernig kvikmyndir og myndbönd finnst ykkar aldurs- hópi skemmtilegast að horfa á? „Flestir krakkar hafa mest gam- an af sakamálamyndum og gaman- myndum," svöruðu strákarnir. „Það er bara einn og einn sem hefur gam- an af ógeðslegum myndum." Það var farið að síga á seinni hluta samtalsins. Að lokum spurði ég piltana hvort þeir ætluðu að eiga heima á Akureyri í framtíðinni. „Því er ertitt að svara,“ sagði Hall- dór. „Ég gæti alveg eins hugsað mér að vera á Húsavík. Það er gott að koma þangað, fallegt og mikið fé- lagslíf. Ég á nokkra vini á Húsavík og þekki því dálítið til þar.“ „En ég get varla hugsað mér að flytjast úr götunni sem ég á heima í,“ sagði Bergur. „Ég vona að það verði aldrei!" Að þessum orðum sögðum gátu ungu kylfingarnir fengið að halda áfram óáreittir keppninni sem þeir voru byrj- aðir í. Ætli þeir hafi ekki verið fegnir því í aðra röndina að vera lausir við þennan spurula og ágenga blaðamann? Kyllingarnir, knattspyrnu- og handknattleiksmennirnir, Halldór Jóhann og Bergur Már. GÖMUL DÆMISAGA eftir Sigurð Júlíus Jóhannesson. Á hendi fingurnir fóru ab rífast og friður mó aldrei meb deilum þrífast. Á rifrildi þeirra ég hlusta og heyri ab hver þeirra telur sig öbrum meiri. Og litli fingurinn fyrstur mælti og fjúkandi vondur taugar stælti: „Ef húsbóndinn reibist og hvessir orbib og hnefunum slær kem ég fyrstur í borbib. Ég mestur er, þib mig eltib allir um örbirgbar hreysi og konungs hallir." Þú baugfingur mælti, og brýndi róminn: „Hver ber d sér gullib og ríkidóminn? Ég mestur er því ég gullib geymi og gullib er tignab í þessum heimi." En langatöng sig teygði og sagbi og talsvert af drambi í róminn lagbi: „Þib vitib ab ég er, strdkar, stærri, ab styrkleika komist þib mér ei nærri. í heiminum ræbur hnefaréttur, sd hrausti er öllum betur settur." Og þumalfingurinn reis upp reibur, d rausi hinna hann sagbist leibur: „Þib stybjib hver annan í öllum vanda en aleinn sjdlfur ég megna ab standa. Þib sjdlfsagt vitib ab sd er mestur er sjdlfstæbi og djörfung aldrei brestur. Því meiri ég er en allir hinir, þib eflaust jdtib þab, góbir vinir." En vísifingur ab bræbrum brosti: „Þib búib," sagbi hann, „ab einum kosti. Þó einn sé fremstur en annar fjdbur hver öbrum verbur samt jafnan hdbur. Þó einn sé sjdlfstæbur, annar stærri, hver öbrum skyldi samt vera nærri. Um góba bræbur þab gildir alla ab glabir þeir saman standa og falla. Því einn hefur þab sem annan brestur svo enginn md þeirra teljast mestur." (Úr Ijóðabókinni Sólskin. - Sigurður fúlíus var fyrsti ritstjóri Æsk- unnar, síðar lœknir, ritstjóri og skóld í Vesturheimi) Æ S K A N 2 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.