Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 27

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 27
Ári síðar kom önnur ensk blús- rokksveit, Black Sabbath, fram með nýtt afbrigði af þungarokki. Black Sabbath-kvartettinn reyndi að laða fram drungalegan drauga- blæ, bæði í söngtextum og tónum. Þeir sungu um dauða, grafir, stríðs- hörmungar og gældu við djöfla- dýrkun þó að tæplega hafi full al- vara legið þar að baki. Allar götur síðan hefur nokkur hluti þunga- rokkara reynt að gera sig ógnvekj- andi (Alice Cooper, W.A.S.P, dauðarokksveitir o.s.frv.). Gítareinleikur Jimis Hendrixar var að einhverju leyti ættaður frá frjálsum djass-spuna. Það má m.a. merkja af því að helsta samstarfs- hljómsveit hans fyrstu árin var enska djass-rokk-sveitin Soft Machine, ein framsæknasta hljóm- sveit síð-bítlaáranna. Soft Machine fór líkar leiðir og Jimi Hendrix nema hvað djassinn var í því hlutverki sem blúsinn lék hjá honum. Að auki var drynjandi raforgel aðalhljóðfærið hjá Soft Machine. Fljótlega fór önnur ensk hljóm- sveit, Deep Purple, að gera út á drynjandi raforgelleik. Hún byrjaði reyndar sem létt-rokkuð popp- hljómsveit. En 1970 var kvintettinn orðinn þungarokkssveit. Þar með var orgelið orðið fullgilt sem þunga- rokkshljóðfæri. FRAMHALD R ABB-SONGUR OG HIPP-HOPP Rabb-söngstíllinn (rap) á ætt sína að rekja til eyjarinnar Jamaíku. Um 1970 brugðu þarlendir plötusnúðar á eftirfarandi ráð til að losna við að greiða höf- 'SL- t « Chuck D, söngvari bandarisku rabb-sveitarinnar Public Enemy. undaréttargjöld fyrir plöturnar sem þeir spiluðu: Þeir töluðu og sungu ofan f lögin sem þeir spiluðu. Á þann hátt náðu þeir að breyta lög- unum um meira en 15% þannig að höfundarétturinn féll niður. Þetta spjall jamaísku plötusnúð- anna varð vinsælt. Næsta skref var það að upptökustjórar hljóðvera notuðu bassa- og trommugrunn úr vinsælum lögum og mæltu fram rímtexta ofan á grunnana. Sá stíll varð enn vinsælli en hinn fyrri. Um eða upp úr miðjum áttunda áratugnum barst rabb-söngurinn til New York-borgar í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fyrst var oftast um samvinnu jamaískra plötusnúða og banda- rískra sálar-fönk- poppara (soul- funk) að ræða. Þetta var á dögum reglulegs og þreytandi diskó- takts. Plötusnúðarnir krydduðu einhæft diskóið með því að bianda saman tveimur diskóplötum sem þeir léku samtímis. En á meðan önnur plat- an snerist eðlilega var hinni „klór- að“ (klór = scratch = ýtt taktfast aft- ur á bak og áfram). Ofan á þessa blöndu var spjallað á dágóðum hraða. í upphafi lagsins „Hit“ með Sykurmolunum heyrist aðeins í ,,klóri“). í pönkrokk-byltingunni 1977 varð diskó-takturinn hallærislegur. Þá varð að grípa til nýrrar leiðar. Hún kom með nýbylgjunni og kall- aðist tæknipopp (electro). Þar léku hljóðgervlar og trommuheilar eitt aðalhlutverkið. Um 1982 hafði fyrirbærið þró- ast í hlut sem kallaðist „breik“ (break). „Breikið" var vélrænt mús- íkform. Því fylgdi vélrænn dans þar sem dansarinn reyndi að líkja eft- ir hreyfingu vélmenna. Hvorki „breikið" né eldri rabb- músíkstílar urðu langlífir. Það skorti tilfinningu, hita og sannfæringar- kraft. Þeir voru án sköpunargleði og án andagiftar. Um miðjan níunda áratuginn varð enn ein breyting á. Banda- rískir blökkusöngvarar fóru að rabba um ýmis hitamál sem brunnu á þeim. Jafnframt fóru þeir að leggja meiri rækt við undirleik- inn en fyrr. Þeir hófu að rabba af þörf fyrir að tjá sig um eigin tilfinn- ingar og viðhorf til lífsins og tilver- unnar í stað þess að setja saman endalaust og efnisrýrt rímbull. Og lce-T, vinsælasti rabb-söngvari heims um þessar mundir. í stað vélræna tölvuheilans var reynt að túlka og leggja áherslu á boðskap rabbtextans með ýmsum hljóðum (eins og lögreglusýrenu eða bútum úr lögum annarra flytj- enda) og hljóðfærum. Þar með var „hipp-hopp“ mús- íkformið orðið til. Algengt er að „hipp-hoppi“ og rabbi sé ruglað saman. Munurinn á þessu tvennu er þessi: Rabbið er einvörðungu hugtak sem lýsir söngaðferðinni. „Hipp-hoppið“ lýsir taktinum og músíkforminu og getur þannig ver- ið án söngs. Ljótur löstur á „hipp-hoppi“ er að helstu stjörnurnar rabba með sóðalegu orðbragði. Að auki eru kynþáttarfordómar áberandi í rabb- textum þeirra. ... platan NEVERMIND með Nirvana tríóinu hefur selst í 6 þús. eintökum hérlendis. Þetta er merki- legt. Þessi ótrútlega mikla sala fer fram á fyrri hluta ársins þegar þær plötur sem vinsælastar eru ná varla að seljast í 1000 eintökum. Erlend- ar plötur hafa aldrei selst nándar nærri eins vel og íslenskar. Ef svo heldur fram sem horfir verður NEVERMIND ein af mest seldu er- lendu piötunum fyrr og síðar hér- lendis ... ... í útbreiddasta rokktímariti Finnlands, Poinen vaihtoehto, var Nirvana kosin næst besti erlendi skemmtikrafurinn nýverið og hef- ur skotist upp fyrir Metallicu sem lenti í þriðja sæti að þessu sinni. En hver náði efsta sætinu? Okkur íslendingum til mikillar undrunar var það íslenski rokksöngvarinn dr. Gunni, betur þekktur hérlend- is sem Gunnar L. Hjáimarsson söngvari nýrokksveitarinnar Ekta og þar áður söngvari Svart-hvíts draums og Bless ... ... í fyrra gaf finnskt plötufyrir- tæki út smáskífu þar í landi með Gunnari L. Hjálmarssyni. Á A- hlið plötunnar er lagið Eins og fólk er flest. Það hefur notið fádæma mikillar hylli í Finnlandi. Núna í sumar fer Gunnar í hljómleikaferð til Finnlands... ... trommuleikarinn Ingólfur Sigurðsson hefur farið úr hljóm- sveitinni Síðan skein sól. Hann einbeitir sér nú að trommuleik með hljómsveit Hönnu Steinu Hjálmtýsdóttur, Orgill... ... arftaki Ingóifs í trommustóli Sólarinnar er Hafþór Guðmunds- son, vel kunnur úr Hunangstungli Geira Sæm. Getum við ekki kallað þetta að fara úr rísandi tungli í skín- andi sól...? ... með komu Hafþórs hefur músík Sólarinnar þyngst til muna og rokkast. Hún hefur harðnað í átt til hráslagalegs, ensks nýrokks ... væntanlegir forsetaframbjóð- endur í Bandaríkjum Norður-Am- eríku í haust ættu að geta tekið Æ S K A N 2 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.