Æskan - 01.05.1992, Síða 33
Maður nokkur fann mörgæs.
Hann vissi ekki hvað hann átti
að gera við hana og fór því á
lögreglustöð og leitaði ráða.
- Farðu með hana í dýra-
garðinn, sagði lögregluþjónn.
- Já, það er tilvalið! sagði
maðurinn.
Daginn eftir sá lögregluþjónn-
inn manninn aftur. Hann var enn
með mörgæsina undir hand-
leggnum.
- Fórstu ekki í dýragarðinn
með hana? spurði lögreglu-
þjónninn.
- Jú, jú. Við vorum þar þang-
að til hún var orðin leið á því.
Núna fer ég með hana í bíó ...
Gesturinn: Af hverju reynir grís-
inn alltaf að komast inn í herbergið
mitt?
Bóndinn: Af því að það er her-
bergið hans á veturna.
Læknirinn var að skoða sjó-
mann sem var með kort af jörð-
inni húðflúrað á bakið.
- Verkjar þig nokkurs staðar?
spurði læknirinn.
- Já,.. nálægt Brasilíu ...
- Ég er í vandræðum með hund-
inn minn. Hann eltir öll vélhjól sem
hann sér.
- Elta ekki allir hundar vélhjól og
bíla?
- Jú, kannski. En hundurinn
minn grefur hjólin í garðinum
okkar...
- Veistu hverfann uþþ rimlahjól-
ið?
- Nei.
- Það var Svisslendingur.
- Einmitt.
- En veistu hver jóðlaði fyrstur?
- Nei...
- Sami Svisslendingurinn -
þegar hann festi fingur á milli riml-
anna...
Það er erfitt að kenna gömlum
hundi...
Þétur litli fékk kettling að gjöf.
Hann tók hann í fangið og strauk
honum. Kettlingurinn malaði af á-
nægju. Þá stökk Pétur á fætur, hljóp
til mömmu sinnar og hrópaði:
- Mamma, mamma! Komdu og
sjáðu! Ég setti kettlinginn í gang!
- Pabbi, hvað er alheimur?
- Æ, ég ég get ekki skýrt það út.
- En hvað er Gatt-tollur?
- Ja, ég er ekki alveg viss um
það.
- Pabbi, ónáða ég þig þegar ég
spyr?
- Nei, góði minn. Spurðu mig
bara. Annars verður þú aldrei fróð-
ur...
Mamman: Af hverju fylgdistu ekki
með pottinum eins og ég bað þig?
Palli: Ég gerði það, mamma, en
það var orðin svo vond lykt úr hon-
um að ég varð að fara út...
Það er kristinfræðitími. Á töflunni
hangir stór mynd af Jósef og Maríu
með bamið. Kennarinn er að útskýra
fyrir nemendunum hve fátæk María
og Jósef hafi verið að veraldlegum
auði.
Allt í einu gellur einn drengurinn
í bekknum við:
„Nú, fátæk! Þau höfðu samt efni
á því að láta taka mynd af sér!“
Gréta litla var í afmælisveislu hjá
Siggu vinkonu sinni. í eftirrétt var
heimatilbúinn rjómaís. Þegar henni
var boðið meira svaraði hún:
„Nei, þökk fyrir,“ - og andvarp-
aði um leið.
„Ertu alveg viss? Finnst þér ís-
inn ekki góður?" spurði mamma
Siggu.
,/E, mamma sagði að ég ætti að
segja: „Nei, þökk fyrir," ef mér yrði
boðið meira. En hún vissi ekki hve
litlar sneiðarnar eru!“
3 7 Æ S K A N