Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1992, Side 42

Æskan - 01.05.1992, Side 42
„GAMAN í UNGLINGAVINNUNNI" Rætt við Þóru og Einar á Eg- ilsstöðum r Imiðjum Egilsstaðakaupstað voru tveir unglingar, strákur og stelpa, að dreifa skít úr stórum haugum yfir túnspildu í fyrrasumar þegar ég kom þar að. Ekki beinlíns starf sem allir fást til að vinna með glöðu geði. Og fnykurinn! Almáttugur! Mig langar til að taka þessa krakkatali fyrirÆskuna. Mér dettur í hug að grípa fyrir nef- ið áður en ég veð yfir skítabreiðuna til þeirra en svo hugsa ég með mér að ég geti ekki látið þá sjá hvað ég er hégómlegur. Ég horfi á lakkskóna mína og skítabreiðuna til skiptis, dreg síðan djúpt andann og held honum niðri á meðan ég stika yfir hana eins og herforingi. Þarna eru þau Þóra Pétursdóttir 13 ára og Einar Þorsteinsson 14 ára að verki. - Hvar fáið þið allan þennan skít? spyr ég - Ifkt og sá gæti spurt sem aldrei hefur séð dýr. „Sennilega er hann fenginn á Truntubökkunum," svarar Einar og virðist hálfundrandi á spurningunni. - Truntubökkunum? Hvað er nú það? „Það er hesthúsagata," svarar hann að bragði. - Finnst ykkur þetta ekki sóðaleg vinna sem þið fáist við? spyr ég og er aðeins far- inn að venjast lyktinni. „Nei, þetta er stórskemmtilegt starf!“ svarar Einar um hæl - en Þóra hlærað honum. - Hafið þið eingöngu unnið störf af þessu tagi í sumar? „Nei, nei,“ svara þau. „Við höfum fengist við sitt lítið af hverju; verið að gróðursetja, slá, raka og fleira." - Nú er stundum talað um að Þóra og Einar við slörf í unglingavinnunni í fyrrasumar. 4 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.