Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1992, Síða 44

Æskan - 01.05.1992, Síða 44
eftir Johönnu Maríu Oddsdóttur 15 ára. «=> Þú brostir svo breitt og augun þín blóu minntu á lind. Þú hlóst og þú grést en samt varstu glaður því hamingjan var þín. Þessi orð minntu mig á strákinn sem ég elskaði. Hann var rólegur og gaf mér alla þá hlýju sem ég þarfn- aðist. Pabbi minn var dáinn og stundum minnti hann mig á pabba því að hann var alltaf í góðu skapi hvað sem gekk á. Hann gat tekið öllu hversu alvarlegt sem þab var. Það var komið haust og fuglarn- ir svifu um í leit ab mat til að geta haldið til fjarlægra landa. Ég sat inni í skólastofu og kveið vetrinum. All- ar áætlanir mínar höfðu breyst skyndilega. Hvers vegna hafbi þetta komið fyrir mig? Ég yrði að hætta í skólanum upp úr áramótum og ger- ast mamma. Ég var komin tvo mán- ubi á leiö og mamma mín vissi það ekki enn þá. Ég hafbi ekki getað sagt henni það. Samt var mjög gott sam- band á milli okkar. Við rifumst sjald- an eða aldrei. En hún vann mikiö úti og ég var sjaldan heima svo að þær fáu stundir, sem við áttum sam- an, fóru í eitthvað annaö. En auðvitað kom að því að hún frétti þetta og það var ekki ég sem sagði henni það. Ég sat inni í her- berginu mínu. Hún kom inn og bað um að fá að tala við mig. Hún sett- ist á rúmið mitt og sagðist hafa frétt það í vinnunni að dóttir sín væri ó- létt. Ég leit niður í gólfið og sagði henni að það væri satt. Henni brá og ég sá eftir því að hafa ekki sagt henni þetta. Það er alltaf slæmt ef fólk fréttir slíkt hjá öðrum en sínum nánustu. En hún var fljót að átta sig og hún átti líka eftir að reynast mér vel. Tíminn var fljótur að líða og margt hafði gerst. Það var komið fram í apríl og óðum styttist þang- að til ab barnið kæmi í heiminn. Mamma hlakkaði ekki síður til þess en ég. Hún var oftar heima á kvöld- in en áður og sat við að prjóna á væntanlegt ömmubarn. Mér hafði gengið vel í prófunum eftir áramótin og hafði því ekkert samviskubit yfir því að verða að hætta í skólanum. Það var annað sem angraði mig þessa dagana. Sambandið á milli mín og föður barnsins hafði slitnað. Kannski var það mér að kenna en mér fannst hann ekki hafa sýnt mér nægan skilning. Ég hafði oft verið örg við hann út af smámunum sem kannski skiptu ekki miklu máli. Það eina sem mér fannst skipta meira máli var það að bráðum yrb- um við mamma ekki tvær lengur heldur myndi fæðast erfingi. Ég var samt enn þá sár út af því að ástin hafði svikið mig svo að ég sendi honum þessi orð að skilnaði. En núna ertu aftur einn og ég farin burt. Ég get ekki elskað því ást mín er á þrotum en trúðu: Ég mun sakna þín. (Höfundur hlaut aukaverðlaun í smá- sagnakeppni Æskunnar, Barnaritstjórnar Ríkisútvarpsins og Flugleiða 1992) 4 8 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.