Æskan - 01.05.1992, Qupperneq 50
AÐ RJÚFA VÍTAHRING
Elsku Nanna Kolbrún!
Ég vona að þetta bréf verði birt
því að ég hef skrifað oft og mörg-
um sinnum og aldrei fengið svar.
Vandamál mitt er, eins og hjá
mörgum stelpum, að mér finnst ég
of feit. Flestir segja:
„Hvaða rugl er þetta, þú ert tá-
grönn.“
Ég er alltaf að reyna að „passa
mig“ en það tekst aldrei. Það er
ekki eðlilegt að ég borði alveg fulla
máltíð kl. 7 og sé svo orðin ban-
hungruð um áttaleytið.
Mér finnst leiðinlegt að geta
ekki verið í tískufötum. Þegar ég
er í sundi er alltaf horft á mig (Mér
finnst það). Ég get ekki lifað einn
dag án sælgætis, það er hjá mér
eins og vímuefni hjá vímuefnaneyt-
endum.
Annað vandamál: Ég er hrifin
af strák sem er ekki í sama bekk
og ég og honum er illa við bekk-
inn minn. Hvað get ég gert til að
hann taki eftir mér?
Fitubolla í ástarsorg.
Svar:
Ég held að sama rótin sé á bak
við bæði vandamálin hjá þér: Óá-
nægja með sjálfa þig og skortur á
sjálfstrausti. Þú virðist þjást af því
að þú sért of feit og reynir að gæta
þín. Það mistekst. Þú verður leið
og óánægð og ekkert breytist.
Þetta er slæmur vítahringur og get-
ur birst á einhvern hátt f framkomu
þinni og fasi. Eitt af undirstöðuatrið-
um ef fólk vill ná árangri og láta
taka eftir sér (t.d. hitt kynið) er að
treysta sjálfum sér.
Sjálfstraust er m.a. fólgið í því
að læra að trúa á sjálfan sig. Það
felur í sér að skoðanir annarra á
þér ráði ekki líðan þinni heldur þín-
ar eigin. Þú getur vegið og metið
upplýsingarnar sjálf.
Þú þarft að rjúfa vítahringinn
slæma og ákveða hvar skal byrja.
Reyndu að gera þér Ijóst hver
raunveruleg áhugamál þín eru og
beindu athyglinni að einhverju sem
þér finnst þú standa þig vel í og
bættu þig þar. Það orkar yfirleitt
vel að vera góð í einhverju. Lík-
amsrækt, sund og skokk gefur líka
aukinn innri styrk og bætir útlitið.
Gerðu tilraunir til þess að vera upp-
örvandi við aðra líka. Hrósaðu fjöl-
skyldu þinni og vinum, t.d. einu
sinni á dag í eina viku, og kann-
aðu áhrifin. Þegar sjálfstraustið
batnar minnka áhyggjur þínar af
fitunni og möguleikarnir aukast á
því að strákurinn, sem þú ert skot-
inn í, taki eftir þér. Það eru nefni-
lega allt önnur boð sem þú munt
koma á framfæri en áður.
A OG B
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég á við það vandamál að
stríða að vera alveg rosalega skot-
in í strák. Við skulum kalla hann
A. Ég var einu sinni með honum í
bekk en núna er ég flutt. En ég á
vinkonu sem er enn þá með hon-
um í bekk, við skulum kalla hana
B. Ég er alltaf að hugsa um A og
mig dreymir hann líka. B er líka
skotin í honum og hún segir alltaf
að hann sé alveg búinn að gleyma
mér. Ég veit ekki hvort hún skrökv-
ar eða ekki. En ég get ekki gleymt
honum.
Hvað á ég að gera? Hvað lestu
úr skriftinni? Hvað er ég gömul?
Ein ástfangin.
Svar:
Þegar góðar vinkonur eru
skotnar í sama stráknum geta
auðveldlega komið upp vanda-
mál. Ekki gerist það þó alltaf ef
rétt er á málum haldið. Þú von-
ast til að A sé skotinn í þér og
vinkona þín vonar það sama.
Þess vegna gæti verið freistandi
fyrir hana að halda að hann sé
búinn að gleyma þér og segja
þér það.
Það er fátt jafn mikilvægt og
góð vinátta. Þess vegna tel ég
að þið vinkonurnar eigið að
standa vörð um vinskap ykkar
hvað sem þessum strákamálum
líður. Þið þurfið að tala saman
um það. Þú þarft að heyra hjá
henni hvernig hún metur vináttu
ykkar. Vináttan endist yfirleitt
betur en skot og hrifning á ykk-
ar aldri. Þess vegna þarf að
gæta hennar vel.
Margar góðar vinkonur hafa
lent í því sama og þið. Góðar
vinkonur hafa oft svipaðan
smekk og skoðanir á mönnum
og málefnum. Sumar gera með
sér samkomulag um vináttuna
og hvernig væri hugsanlegt að
bregðast við ef strákurinn væri
hrifinn af annarri og hafnaði
hinni. Þið getið engu ráðið um
það en þið getið ráðið því hvort
þið látið það eyðileggja vináttu
ykkar.
Önnur leið gæti líka verið sú
að þið gerðuð samkomulag um
að ræða sem minnst saman um
þetta skot hvor við aðra. Þið vit-
ið það báðar að þið eruð skotn-
ar í sama stráknum. Þið vitið
hins vegar ekkert hvað það mun
standa lengi. Reynslan sýnir að
tilfinningar breytast fljótt á þess-
um árum og þá er þetta vanda-
mál úr sögunni. Það er ekki
nauðsynlegt að ræða alla hluti
við vini sína. Vangaveltur hjá
ykkur um það í hvorri hann sé
skotinn, hverju hann hafi gleymt
o. s. frv. geta magnað upp sam-
keppni á milli ykkar og er á-
stæðulaust.
Þú þarft ekki endilega að
reyna að gleyma stráknum.
Reyndu að skilja tilfinningar þín-
ar. Hvað er svona sérstakt við
þennan strák? Af hverju höfðar
hann sérstaklega til þín? Þorir
þú að líta á aðra stráka og bera
saman? Veltu þessu fyrir þér.
Skriftin á nokkuð langt í land
til þess að verða fullmótuð en
hún er læsileg. Ég tel að þú sért
á aldrinum 10-12 ára.
S 4 Æ S K A N