Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1992, Síða 51

Æskan - 01.05.1992, Síða 51
MAMMA, SKOT OG ÞROSKINN Kæra Nanna Kolbrún! Ég á við þrjú vandamál að stríða. Það fyrsta: Við mamma erum alltaf að ríf- ast. Ég er hreinlega að drepast. Við rífumst um hvert einasta smá- atriði. Hún barði mig oft þegar ég var lítil en hún er hætt því núna. Nú rffumst við bara. Annað vandamálið: Ég er alveg ofboðslega ástfang- in af strák. Hann heitir E. Vand- ræðin stafa af því að ég þori ekki að spyrja hann hvort hann vilji byrja með mér en við erum því miður bara góðir vinir. Ástæðan fyrir því að ég þori ekki að spyrja hann er sú að ég held að ég geri mig að algjöru fífli ef hann segir nei og við verðum óvinir. Vinkona mín spurði hann einu sinni. Hann neitaði og þau talast varla við núna. Ég veit ekki hvort hann hefur nokkru sinni verið með stelpu. Hið þriðja: Það lekur alltaf glært slím frá mér. Ég byrjaði á blæðingum svona fyrir ári en það hefur lekið í mörg ár. Hvað á ég að gera? Er þetta eðlilegt? Hvað lestu úr skriftinni? Hvað heldurðu að ég sé gömul? Mýsla. Svar: Togstreitan á milli þín og mömmu þinnar hefur líklega staðið lengi. Þú talar um að þið rífist um smáatriði. Það bendir til þess að baráttan standi um það hvor eigi að ráða ferðinni í samskiþtum ykkar. Það er nú einu sinni svo /' uþþeldinu þegar barn er lítið að þá er það alveg háð foreldrum sínum og þeir ráða öllu í lífi þess, til að mynda hvar það er, hverju það klæðist o.s.frv. Eftir því sem barnið þroskast vill það ráða meiru og fær það líka. Á þessu þroskaskeiði byrjar oft barátta á milli foreldra og barna. Foreldrarnir hafa oft mikið vald í samskiptunum. Það reynir mik- ið á þá að misnota ekki þetta vald, t.d. með því að beita of- beldi. Ofbeldi í samskiþtum for- eldra og barna ber yfirleitt vott um öryggisleysi foreldris í hlut- verki sínu, er eins konar örþrifa- ráð. Ofbeldi, hvort sem það er í formi barsmíða eða orða, leysir engin bandamál. Þess vegna er það líka sem rifrildi og karp skila oft mjög litlum árangri. Cóðir foreldrar fylgjast með og örva þroska barns síns, bæði í bernsku og á æskuárum, leið- beina því og vernda það en leyfa því samt sem áður að spreyta sig af sjálfsdáðum og finna til sjálfstæðis síns. Lokastigið í uppeldinu er svo þegar foreldr- arnir og barnið standa jafnfæt- is og tengslin á milli þeirra verða fremur eins og tengsl vina og jafningja en foreldra og barna. Þetta er oft um tvítugsaldurinn. Reyndu acI líta í eigin barm í þessu máli næst þegar þið ríf- ist. Taktu þá eftir nákvæmlega um hvað rifrildið er og hvað það er sem fær þig til að rífast við mömmu þína. Finnst þér hún ó- sanngjörn? Vill hún ráða hlut- um sem þú getur ráðið sjálf? Eða vilt þú ráða of miklu miðað við aldur þinn? Athugaðu þetta og ræddu við mömmu þína um það. Segðu henni frá því hvað þú ert leið yfir þvíhvernig sam- skiþti ykkar eru og fáðu hana í lið með þér til þess að leita nýrra leiða. 2. vandamál. Ég held að þú eigir ekki að vera leið yfir því að þið eruð góðir vinir. Það er oft upphafað einhverju meiru og þessi strák- ur er greinilega ekkert á þeim nótum að vilja stofna til sam- bands. Það virðist vefjast fyrir honum að eiga skipti við vin- konu þín eftir játningu hennar. Njóttu vináttunnar. Stundum taka strákar sjálfir frumkvæði í þessum efnum ef þeir hafa á- huga. Hann er kannski einn af þeim sem þarf að stíga fyrsta skrefið sjálfur. 3. vandamál. Flestar stelpur kannast við þetta. Það þarf ekkert að vera ó- eðlilegt. Það fer raunar eftir því hve mikið slímið er og hvernig liturinn og lyktin er. Best er fyr- ir þig að ræða við mömmu þína eða einhverja fullorðna konu sem þú treystir. Sért þú í ein- hverjum vafa skaltu fara til lækn- is og ræða málið. Skriftin er skýr en gæti bent til óákveðni. Ég giska á að þú sért 12 ára. AMOR Á FERÐ Kæra Nanna Kolbrún! Ég er hrifin af strák sem er þrem árum eldri en ég. Fyrst þeg- ar ég sá hann horfði hann mjög lengi og blíðlega á mig. Það sama gerir hann í hvert skipti sem ég sé hann. Viltu hjálpa mér?! Flestar vinkonur mínar vita þetta og stríða mér með því að segjast ætla að kjafta í hann. Éin vinkona mín þekkir hann en ekki vel. Hún sagði mér hvað hann heitir og hvað hann er gamall. En vandinn er sá að ég þori hvorki að segja henni né honum neitt um þetta mál. Þótt mig langi til þess þá þori ég það ekki. Heldur þú að hann sé hrifinn af mér? S.B.T. Svar: Það er ekkert vafamál að Amor hefur verið á ferðinni með bogann sinn og skotið ör í hjarta þitt. Hrifning þín leynir sér ekki. Öll athygli þín beinist að strákn- um. Þig langar til að ná sam- bandi við hann, segja honum frá tilfinningum þínum og þú túlk- ar augnaráð hans á tilfinninga- legan hátt. Þetta eru nokkur af þeim einkennum sem eru á ferð- inni þegar um skot og hrifningu er að ræða. Það er öllu erfiðara að geta sér til um tilfinningar hans á þessu stigi en þínar. Þú hefur þörf fyrir að ræða um þetta en ég held að þú ættir að velja þér eina eða tvær vin- konur til þess að tala við um þetta en ekki allan hópinn. Það fylgirþvígreinilega mikil spenna fyrir þig að hugsa til þess að e.t.v. fái strákurinn vitneskju um þetta. En kannski vonarðu það líka. Svona geta tilfinningar ver- ið flóknar og margar andstæð- ur hrærst í manni á sama tíma. Þegar þú hefur öðlast meira öryggi hvað til- finningar þínar snertir verður tímabært að láta reyna á þetta og kynnast piltinum nánar. Þú getur endur- goldið augnaráð hans og þar með gefið til kynna að þú hafir líka tekið eftir honum. Þú getur reynt að kynnast vinum hans fyrst. Þú getur þá líka komist að þvíhvaða áhugamál hann hefur og þá liggur oft beint við að hefja samræður út frá einhverju sem þú hefur komist að raun um að hann hefur áhuga á. Reyndu að njóta þess að búa yfir ríku tilfinningalífi og gera það ekki að vandamáli. Það er nauðsynlegt fyrir geðheilsuna að þekkja tilfinningar sínar og kunna að tjá þær skýrt eftir við- urkenndum leiðum í mannleg- um samskiptum. Kærar þakkir fyrir bréfin! Munið að rita ávallt fullt nafn og heimilisfang. Þið sjáið að við birtum þau dulnefni sem þið kjósið. | Ykkareinlægf Nanna Kolbrún. Pósthólf 523 121 Reykjavík ÆSKU Æ S K A N S S

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.