Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1992, Page 55

Æskan - 01.05.1992, Page 55
SPILAKLUBB JÉSKUNNARI y Heil og sæl! Ég heiti Sæþór Helgi og á að sjá um Spilaklúbb Æskunnar. Hann er félagsskapur þeirra áskrifenda Æsk- unnar sem safna spilum. Fyrirkomu- Nöfn félaga verða birt í Æskunni svo að aðrir safn- arar geti skrifað þeim og skipt við þá á spilum. Endrum og eins verður efnt til verðlaunasam- keppni sem einungis fé- lagar klúbbsins geta tek- ið þátt í. Hve oft þátturinn verð- ur á síðum Æskunnar fer eftir því hve margir gerast félagar klúbbsins. lag verður með líku sniði og í frí- merkjaklúbbnum. Ég byrjaði að safna spilum vet- urinn 1989-1990 og á nú 2500-3000 gerðir og yfir eitt hundrað jókera. Ég hef skipt við safnara um ailt land og einnig keypt spil í versluninni Hjá Magna að Laugavegi 15 í Reykjavík. Afgreiðslumenn senda spil í póst- kröfu ef óskað er. Um daginn fékk ég 500 tegundir af spilum hjá frænda mínum. Þau höfðu verið geymd í kjallaranum hjá honum. Ég hvet fullorðna lesendur blaðsins, sem kunna að eiga spil í kjallaranum, uppi á háalofti eða í geymslum annars staðar, til að láta safnara njóta góðs af! Þeir sem vilja verða félagar skulu senda bréf til mín og merkja þannig: Spilaklúbbur Æskunnar, -Sæþór Helgi Jensson, Hvassaieiti 8,103 Reykjavík. LÉTT GETRAUN FYRIR VÆNTANLEGA FÉLAGA 1. Á baki tveggja spilanna eru foss og goshver. Hvað heita þeir? 2. Allir sjá að þetta er mynd af Reykjavík. En hinum megin við flóann er kaupstaður sem grillir í- efst til vinstri á myndinni. Þar gnæfir hár reykháfur. Hvaða kaupstaður er það? Þrír þeirra sem senda rétta lausn fá verðlaun: Stök spil í safn sitt og skemmtileg spil til að spila... Æ S K A N 5 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.