Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1992, Síða 3

Æskan - 01.12.1992, Síða 3
Kæri lesandi! Hvað er í vœndum? ólahreingerning - jólatré ólaskraut - jólaföt - jólamatur ólalög - jólatónleikar - jólafrí ólatrésskemmtanir — jólaboð ólakort - jólapappír - jólagjafir...? Já, þetta er allt í vændum! Of mikið? Nei! Fram undan er mikil há- tíð, fæðingarhátíð Jesú Krists. Við viljum og eigum að fagna! Við viljum gefa gjafir, vekja fögnuð í hjörtum annarra. Við eigum að búa okkur undir hátíðlega stund á þann hátt sem við getum best. En - umstangið má ekki verða svo mik- ið að fagnaðarefnið gleymist. Okkur hættir við því að auka sífellt við: Að velja dýrara, gera okkur enn meiri dagamun en áður; að vefja allt of miklum umbúðum. Á því er eng- in þörf. Verum hugsunarsöm, gerum ein- hver viðvik óumbeðin, heimsækjum vini og ættingja sem bundnir eru á heimilum sínum eða sjúkrastofnunum. Þannig gætum við þess að tilefni hátíðarinnar, besta gjöfin, gleymist ekki: Fagnaðarfréttin um fæðingu Frelsarans, minningin um líf hans og kær- leiksboðskap. Gleymdist að nefna nokkuð? Já, jóla- gleði, jólafrið og jólaljós. Mættum við öll njóta þeirrar jólagleði sem gefst dýpst og sönnust með því að gleðja aðra. Þá færir hátíðin okkur frið í hjörtu. Þá lifna jólaljósin sem kærleikurinn kveikir - eins og Margrét Jónsdóttir fyrr- um ritstjóri lýsir í lítilli vísu sem er mikið og fallegt jólaljóð: Er dagarnir bera dekkstan fald og dáin er sérhver rós, þá er það kærleikans kynjavald sem kveikirsín jólaljós. Guð gefi þér gleðileg jól! Karl Helgason Barnablaöið Æskan — t O. tbl. 1992. 93. árgangur. Skrifstofa er að Eiríksgötu 5,3. hæð • Sími ritstjóra er 10248; á afgreiðslu blaðsins 17336; á skrifstofu 17594 • Áskriftargjald fyrir 6.-10. tölublað 1992:1980 kr. • Gjalddagi er 1. sept. • Áskriftartímabil miðast við hálft ár • Lausasala: 450 kr. • Póstáritun: Æskan, pósthólf 523,121 Reykjavík • 1. tbl. 1993 kemur út 5. febrúar • Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Helgason, hs. 76717 • Framkvæmdastjóri Guðlaugur Fr. Sigmundsson • Teikningar: Búi Kristjánsson • Útlit, umbrot, litgreiningar og filmuvinna: Offsetþjónustan hf. • Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. • Útgefandi er Stórstúka íslands I.O.G.T. • Æskan kom fyrst út 5. október 1897. Forsíðumyndina tók Odd Stefán. VIÐTÖL OG GREINAR 4 Stjarnan mín og stjarnan þín — jólahugleiðing 6 „Öll jólafastan var eins og heimreið" -um jólog jólasiði 16 „Maður á að láta drauminn rætast" — viðtal við Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Gunnar Helgason leikara 20 Dugnaðarfólk á Djúpavík 21 Jólatréð 24 Nú eiga börnin sín eigin lög — um Barnasáttmála SÞ 26 Heil á húfi: Að vinna fyrir fólk í neyð 32 Vinir og vandamenn 64 Bindindisdagur fjölskyldunnar 68 Börn í Japan SÖGUR OG LJÓÐ 10 Þá komu jólin 11 Ljós og hljómar — jólaljóð 12 Tilraunin með fjórtánda jólasveininn 27 Nonni og jólasveinninn 31 Tilhlökkun 50 Stjörnuævintýri TEIKNIMYNDASÖGUR 28 Björn Sveinn og Refsteinn 43 Ósýnilegi þjófurinn 72 Eva og Adam ÞÆTTIR 13 Frímerkjaþáttur 22 Æskupósturinn 36 Úr ríki náttúrunnar 52 íslensk börn í útlöndum 54 Háðan og þaðan 58 Poppþátturinn 63 SpilaklúbburÆskunnar 70 Skátaþátturinn 74 Æskuvandi 77 Gamalt og nýtt um NKOTB ÝMISLEGT 8 Jólaföndur 14,15,34,35,46,47 Þrautir 38 Frumlegasta umslagið 45 Skólaskop 48 Spaugsömu dýrin 53, 66 Erlendir pennavinir 57 LestuÆskuna? 60 Viðsafnarar 62 Pennavinir 71 Heil á húfi - getraun 78 Verðlaunahafar og lausnir á þrautum í 8. tbl. VEGGMYNDIR Kettlingur Vinirog vandamenn Æ S K A N 3

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.