Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1992, Síða 5

Æskan - 01.12.1992, Síða 5
í girðingu. Öðrum gengur betur að feta sig áfram í lífsgöngunni. En öll þurfum við á leiðarljósi að halda. Við verðum að geta byggt lífið á öruggum grundvelli, fundið réttan veg til að ganga á. Þú manst kannski eftir orðum sem ákveðin persóna sagði eitt sinn: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Hann sagði líka: „Ég er Ijós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa Ijós lífsins." Þessi persóna er Jesús Kristur. Hann er bæði vegurinn okkar og Ijósið sem vísar okkur veginn. Þeg- ar við fylgjum stjörnunni hans Jesú, Ijósinu sem hann gefur okk- ur, getum við örugg fetað götuna fram á veg. Núna í desember erum við að undirbúa okkur fyrir jólin. Tíminn þangað til er kallaður aðventa eða jólafasta. Orðið „aðventa" er latína og þýðir „koma.“ Hver er það sem er að koma? Jólasveinninn? Eða pakkarnir? Eða jólaskrautið? Nei. Allt þetta er ekki annað en venjur sem við höfum mótað okkur á jól- unum til þess að halda upp á þann atburð sem mestu máli skiptir. Og það er auðvitað koma Frelsarans. Jesús Kristur fæddist í heiminn fyrir nærri tvö þúsund árum. Við höldum jól til að minna okkur á að Jesús kom í heiminn til þess að lýsa mönnunum og sýna þeim veginn heim til Guðs. Þess vegna fögnum við á jólunum og gleðj- umst yfir því að við getum ratað réttan veg í lífinu með hjálp Jesú. Og við hlökkum til jólanna af því að þá höldum við upp á komu Jesú í heiminn. Biblían segir okkur líka að Jesús muni koma aftur og þá muni allt verða gott í heiminum og enginn muni framar gráta eða vera leiður. Aðventan er þannig tími eftir- væntingar og tilhlökkunar. Við skul- um núna á þessari aðventu hugsa um til hvers jólin eru haldin hátíðleg í raun og veru. Undirbúum okkur með því að hugsa um Jesú og hvernig hann er Ijós heimsins, Ijós- ið okkar. Munum líka að Jesús bað okkur um að vera Ijós heimsins. Við getum verið eins og Ijós fyrir aðra með því að leyfa stjörnuskininu hans Jesú að skína í gegnum okk- urtil annarra í því sem við hugsum og segjum og gerum. Þá verðum við eins og endurskin af Ijósi Jesú. Jesús Kristur vill vera stjarnan þín, leiðarljósið í lífinu þínu. Hann kom í heiminn til að vísa þér veg- inn og hjálpa þér. Biddu hann um að vera eins og skæra stjörnu inni í þér núna á aðventunni, á jólun- um og um alla framtíð. Fel Drottni vegu þína og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá, því að hann er „stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna.“ Gleðileg stjörnujól! María Ágústsdóttir. æ s K a n s

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.