Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1992, Page 6

Æskan - 01.12.1992, Page 6
Guðrún Guðlaugsdóttir: „ÖLL JÓLAFASTAN VAR EINS OG HEIMREIÐ" SITT LÍTIÐ AF HVERJU UM JÓL OG JÓLASIÐI Undanfarið hefur ekki verið jólalegt um að litast. Það er auð jörð og hlýindi dag eft- ir dag. En skammdegið er samt við sig og minnir á hver hinn raunveru- legi árstími er og boðskapur að- ventuljósanna er augljós, það eru að koma jól. Jólaljósið á sér langa sögu. Líkt og krossmarkið verndaði mennina gegn hættum jólanæturinnar í gamla daga, þá verndaði Ijósið mennina frá öllu illu innanhúss. Jólanóttin hefur löngum verið helgasta stund ársins í vitund manna. Lengi vel var það siður á jólunum að kveikja Ijós um allan bæinn svo hvergi bæri skugga á. Það hefur kostað mikið vafstur þegar ekki var annað til Ijósa en lýsiskolur og heimagerð tólgarkerti. Sumir létu Ijós lifa í bænum alla jóla- nóttina a.m.k. í baðstofunni. Aðventuljósin, sem lýsa upp gluggana í skammdegínu, eru ný- legt fyrirbæri hér; varla eru meira en tuttugu ár síðan þau fóru að tíðkast. Margir jólasiðir okkar eru komnir frá Danmörku en þangað bárust þeir frá Þýskalandi. Mikið af jólasiðum má reyndar rekja til Nikulásar helga, svo sem jólagjafirnar. Nikulás fædd- ist í borginni Patara á strönd Mið- jarðarhafsins, sonur auðugs kaup- manns. Jólagjafirnar eiga upptök sín í því að Nikulás gaf fátækum aðals- manni, sem átti þrjár dætur, gullpen- inga til þess að greiða fyrir þær heimanmund svo þær gætu gift sig. Þetta voru fyrstu góðverk Nikulásar en ekki þau síðustu. Hann er vernd- arengill allra barna og fjölda annarra að auki. Það er annars fróðlegt að sjá hversu siðir og venjur breytast, hægt og hægt, án þess að við veitum því sérstaka athygli. Ef við hins vegar stöldrum við og lítum til baka þá eru breytingarnar augljósar. Allir kann- ast við kvæði Ftagnars Jóhannes- sonar: „Nú er Gunna á nýju skón- um“ o.s.frv. Þetta kvæði er líklega ort um 1950. Ýmislegt, sem þar er getið um, hefurtímans tönn nartað töluvert í. Þarsegir m.a. Pabbienníógnarbasli d með flibbann sinn: „Fljótur Siggi, finndu snöggvast flibbahnappinn minn." Þeir eru vafalaust æði margir í þessu landi nú sem ekki muna eftir þegar menn notuðu lausa flibba sem þeir hnepptu saman með flibba- hnappi. [ fimmta erindi kvæðisins er talað um að kertin standi á grænum greinum, gul og rauð og blá. Það er orðið langt síðan hætt var að hafa kerti á jólatrjám. Enda líka eins gott því af þessu tiltæki stafaði mikil eld- hætta og marga eldsvoða mátti rekja til þess siðar. En við getum trútt um talað, fólkið þá hafði ekki jólaljósa- samstæður eins og við og sumt ekki einu sinni rafmagn. Á öðrum stað í kvæðinu segir: Loksins hringja kirkjuklukkur kvöldsins helgi inn, á aftansöng í útvarpinu allir hlusta um sinn. Þetta atriði orkar líka tvímælis í dag. Nú eru komnar margar útvarps- stöðvar og vonandi að fólk geti orð- ið sammála um hverja þeirra fjöl- skyldan á að hlusta á, ef þær útvarpa allar dagskrá á aðfangadagskvöld. Svo er líka sjónvarpið mætt til leiks síðan þetta var ort. Eitt og annað heldur þó sínu fulla gildi, svo sem klæðnaður krakkanna: Núer Gunnadnýjuskónum, nú eru ab koma jól, Siggierúsíbumbuxum, Solla ú blúum kjól. Hugarástand kisu, sem finnur lokkandi ilm úr eldhúsinu er líkast til óbreytturvið slíkar aðstæður. In- dæla steikin hennar mömmu, svunt- an hennar og mjallahvíti dúkurinn, allt er þetta í góðu gengi í dag, að ekki sé talað um jólatréð og böggl- ana sem víst hefur ekki fækkað í dag- anna rás. f kvæði Ragnars Jóhannessonar ríkir sú gleði og kæti sem alla lang- ar til að finna hjá sjálfum sér og öðr- um á jólunum. Þrátt fyrir mikið eymdarbasl sem íslendingar bjuggu 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.